Unga Ísland - 01.02.1936, Page 17

Unga Ísland - 01.02.1936, Page 17
27 UNGA ÍSLAND grét af sulti, en matarilminn lagði frá bænum. Þá heyrðist hljóð fyrir utan: „Voff, voff, voff“. Maðurinn gekk til dyra og sá að hundurinn var kominn. „Ekki munt þú geta vísað mér á, hvar eg get fengið mjólk handa litla drengnum?“ sagði maðurinn. „Hann grætur af sulti“. „Eg er líka svangur“, sagði hundurinn, „og gæti þegið hjá þér kjötbita og bein til að naga. Eg sá að þú veiddir vel í dag“. „Þú skalt fá nóg að éta, ef þú vilt hjálpa mér“, sagði maðurinn. Hundurinn lofaði því. Þá fékk hann kjöt og bein. Þegar hann var crðinn saddur, sleikti hann hönd mannsins og hringaði sig síðan saman við fætur konunnar og sofnaði. En litli drengurinn grét og grét. Framh. Glókollur. Glókollur er sameiginlegt heiti á öllum litlum krakkastúfum. En Glókollur er líka söguhetjan í einni af barnabókum Sigurbj. Sveinsson- ar. Og hlutverk hans er að gera kennurum auðveldara að kenna og börnunum skemmtilegra og léttara að læra margföldunartöfluna. Einu sinni átti Glókollur að fást við gríðar stóran risa, og risinn ætlaði að rota hann með stóru kylfunni sinni. En kóngurinn var ekki búinn að læra margföldunar- töfluna, en langaði ósköp mikið til þess. Glókollur segir þá við kóng: Eg segi þér ekki hvað mikið er 4 sinnum 9, nema hestasveinninn þinn ljái mér hrossabrest. Kóngur leyfir það. Nú æðir risinn að Gló- kolli og reiðir upp kylfuna. En Glókollur sveiflar hrossabrestinum og ætlar alveg að æra risann. Sjö stórir hundar lágu fram á lappir sínar þarna skammt frá. Þeir koma nú allir þjótandi og ætla að bíta risann, enda sparar Glókollur ekki að siga þeim á hann. Þá verður risinn svo hrædd- ur, að hann kastar kylfunni og leggur á flótta, en hundarnir elta hann geltandi, og Glókollur kallar á eftir honum: „4 sinnum 9 eru 36“. (Skeljar II.).

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.