Unga Ísland - 01.12.1937, Page 6
UNGA ÍSLAND
144
í bæjardyrnar eins og liún var vön að gera.
Pétur gekk inn í eldhúsið, það var ein-
hver uggur í honum. — Eldurinn var að
kulna út í hlóðunum, það var ekki góðs-
viti. —
Hann gekk inn baðstofugöngin og stað-
næmdist við stigann. — Nii heyrði liann
veika stunu. Það sem Pétur mundi næst
var það, að hann stóð við rúm konu sinn-
ar og- beygði sig niður að henni. — Hann
sagði ekki orð, en náði í lampann og
kveikti.
í 'rúminu lá konan hans og skalf af
kulda. — Ilendurnar voru þvalar af svita
og augun gljáandi af sótthita. — Orðin
komu slitrótt af vörum hennar: Tak undir
herðablöðunum. — Þyngsli fyrir brjóst-
inu. —
Hann mundi eins og það liefði skeð í
gær, — kapphlaupið við dauðann.— Heim
kom hann með rneðöl, eftir átta ldukku-
stunda göngu í ófærðinni, af sér genginn
af þreytu. —
Þá var engin stuna heyranleg í stigan-
um. — Konan hans var dáin. — Hann
mundi hvernig hann hafði grátið og beð-
ið. Heimtað að dauðinn skilaði herfang-
inu aftur. — En lionum var aðeins sva.r-
að með liljómi helklukkunnar.------
Síðan hafði líf hans verið vonlítil. e'n
ekki vonlaus leit að hinu týnda.
Pétur hrökk upp úr hugsunum sínum.—•
Ljósin breyttust skyndilega. Þau tóku á
sig mánnsmynd, hvert um sig. —
Ljósið í miðjunni var í konulíki.
Pétur reis upp í rúminu.
Þetta var mynd af konunni hans. Ekki
af fölleitu titrandi konunni, sem liann
þreytti kapphlaupið um fyrir 30 árum. —
Heldur birtist honum konan hans nú, eins
og þegar hún var í blóma lífsins. nema
livað hún var nú enn bjartari yfirlitum,
og augun skærari en nokkru sinni fyr. —
Við hvora lilið sína leiddi hún drengina
þeirra báða.
Pétur sá eins og í leiðslu að konaii hans
beygði sig niður að honum og mælti:
„Nú erum við komin til þess að sækja
þig, góði minn. — Þér hefur orðið biðin
)öng.“
Pétur var svo hrærður að hann kom
engu orði upp.
Friður, sem hann hafði aldrei fundið til
eins greinilega áður, gagntók hann. —
Allt stríð og mæða var gleymd. — Ekkert
ríkti í vitund iians nema friður.-------
«
Seinna um kvöldið gekk Sólveig hús-
freyja inn til Péturs með jólakaffið. —
Plún kom nokkuð skyndilega aftur fram 5
stofuna, þar sem fólkið sat við drykkju.
,, Hann Pétur gamli er dáinn,“ sagöi
liún hljóðlega.
tíóndi reis þegar á fætur og fýlgdu aðr-
ir dæmi hans.
Hann gekk til herbergis Péturs, ásamt
konu sinni og heimilisfólkinu.
María trítlaði með. og liélt í hönd móð-
íir sinnar. —
Pétur lá í rúmi sínu með brostin augu,
en bros á vörum.
Svipur hans var svo hýr, eins og við
honum blasti æðri fegurð en augu hinna
gátu gréint.
..Þetta liefur verið hægt og fagurt and-
lát. og fært hinum látna frið,“ sagði bóndi
og veitt'i líkinu nábjargir.
Hann tók svo Maju upp í fang sér og
mælti:
..Það mátti ekki seinna vera, að þú
minntir okkur á jólagjöfina hans.“
Þórarinn Jónsson,
Sæbóli. Aðalvík.