Unga Ísland - 01.12.1937, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.12.1937, Blaðsíða 8
ÍJNGA ÍSLANÐ 146 aldrei trúað. Hann sagði að hún væri góð stúlka og laumaði einhverju í lófa liennar. IJað var spegilfagur krónupeningur. Svona rík hafði hún aldrei verið, þetta var fyrsti krónupeningurinn sem hún eignaðist. Jói gamli spurði Maju spjörunum úr og þau toluðu saman um alla heima og geima. Hún sannfærð'ist nií um það, að það væri ekki satt. sean krakkarnir sögðu, að Jói gandi væri barnvondur. Og liann komst að íaun um, að þrótt fyrir allt, þá eru börn ekki svo slæm í sér. Það er auðveldara að misskilja en skilja. Eftir þetta urðu Maja og Jói gamli mestu mátar. Hún. lieimsótti hann næstum á hverjum degi. Ilann kurini Líka svo margar skemmtilegar sögur. Og þegar hún kynntist betur krökkunum í þorpinu, þá tókst henni smátt og srnátt, að Lægja ófriðaröldunar á milli þeirra og Jóa gamla. Það þótti öllum vænt um Maju litlu, sem kynntust henni; — þessari föt.l- uðu, alvörugefnu telpu, með bláu, skæni og fölskvalausu augun. II. Snjórinn lá eins og hvít endalaus breiða vfir öllu. Nú var haustið einnig liðið og vetur gamli sestur að völdum. Það var að- eins vika til jóla. Það mátti líka sjá það á liinum fáu búðargluggum í þorpinu. Þeir voru uppljómaðir og fagurlega skreyttir. Allsstaðar var jólavarningur- inn á boðstólum. Þegar Maja litla fór niður í þorjiið, þá gaf hún sér æfinlega tíma til að líta í Lniðargluggana hjá H. Péturssyni. Þar var nefnilega stillt út svo ljómandi fallegum brúðum og brúðuhausum. Aldrei hafði hún séð jafn fallegar brúður. Hana lang- aði svo mikið til að eiga eina; öll hugsun liennar snérist um það. Hún leit naumast á stóra auglýsingu í glugganum, sem stóð á: Úrvals reiðhestur fyrir eina krónu. Kaup- ið miða í liappdrætti Ungmennafélagsins. Iíenni fannst þetta vera eitthvað, sem sér kæmi ekkert við. Það var aðeins fyrir full- orðna fólkiö. — Eitt sinn, er Maja gekk framhjá glug'ganum, þá herti lnin upp hugann, fór inn í búðina og spurði um verðið á brúðunum. Þær kostuðu' kr. 3,50 og brúðuliausarnir 1 krónu. Það var eins og hana grunaði, brúðurnar voru svona voða dýrar, en hún átti aðeins einu krón- una, sem Jói gamli hafði gefið henni. Á leiðinni lieim ákvað Maja litla, að liún skyldi kaupa brúðuhaus fyrir krón- una sína. Ilún gæti basiast við að sauma brúðu fyrir jólin. Daginn eftir lagði Maja af stað niður í verslun II. Péturssonar með krónuna sína, vandlega vafða innan í bréf. Á leiðinni niður eftir kom liún við í kotinu hjá Jóa gamla. Henni sýndist hann eittlivað svo ó- venjulega hnugginn og niðurdreginn. Og hann var rauður í kringum augun eins og hann hefði grátið. Hún spurði hann, livað gengi að honum, hvort hann væri lasinní En liann neitaði því. Eftir dálitla stund spurð'i liann: „Veistiu aö það á að draga í happdrætti Ungmennafélagsins á morg- un?“ N.éi, hún hafði eLíki fylgst með því; — en hvað kom það þessu máli við. En skýringin kom. Gamli maðurinri mælti slcjálfraddaður: „Reiöhesturinn, sem á að ‘draga um, er hann Brúnn minn. Nú verð ég að láta eina vininn frá mér“. Þetta liafði Maju litlu aldrei dottið í hug, Jói gamli liélt áfram: „Ég varð að selja- liann. í haust gat ég hvorki keypt mat til vetrar- ins, eða kol til að liita upp kofann minn. Ungmennafélagið borgaði 300 kr. fyrir liann.—Þaö eru miklir peningar,—en samt held ég, að ég vildi nú, að ég hefði aldrei

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.