Unga Ísland - 01.12.1937, Síða 21

Unga Ísland - 01.12.1937, Síða 21
159 UNGA ÍSLAND »Þú færð ekkert,« sagði hunangs- flugan. »Ég á ekki að vinna fyrir krökkunum í Koti, og ef þú snertir vaxið mitt, þá skal ég stinga þig.« Síðan flaug hún burt. Hún fór að ná sér í hunang í matinn, því að hún tímdi ekkí að eyða af því, sem hún var búin að safna. En þegar hún var farín, tók jólasveinninn vaxbollana og saup úr þeim. Síðan stakk hann vaxinu í pokann sinn og hljóp heim. Hann hljóp eins hart og hann gat, svo að hunangs-flugan næði ekki í hann. Jólasveinninn átti marga potta. Hann lét vaxið í þá og kveikti eld undir þeim. Þá bráðnaði vaxið Jólasveinninn sá, að vaxið var °f lítið, því að hann vissi, að öll börn vilja fá kerti um jólin, og hann langaði að búa til kerti handa þeim öllum. Hann hitti sauð. Það var feitur sauður. Það var mikill mör í hon- um. Jólasveinninn sagði: »Gefðu mér mör í jólakerti handa litlu börnun- um.« En sauðurinn sagði: »Nei, það geri ég ekki. Me, me.« Sauðurinn hljóp burt. Hann hljóp upp í fjall. Jólasveinninn hljóp á eftir og náði í hann, því að sauð- urinn var mjög feitur og þungur á sér. Jólasveinninn svæfði sauðinn. Sauðurinn sofnaði svo fast, að hann vaknaði aldrei aftur. Jólasveinninn tók úr honum mörinn, bræddi hann og bjó til tólg. Síðan lét jólasveinninn tólgina saman við vaxið. Þá hafði hann nóg efni í öll kertin. Hann lét fallega liti saman við vaxið og tólgina. Hann lét bláan lit í einn pottinn, rauðan í annan, gulan í þriðja pottinn og grænan í þann

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.