Unga Ísland - 01.02.1938, Blaðsíða 12

Unga Ísland - 01.02.1938, Blaðsíða 12
22 UNGA ÍSLAND Svona er tíminn fljótur að líða, þeg- ar lesið er um hann í bók. Skúli Bjart- mar var orðinn sex ára. Og gætum við nú hugsað okkur, að við einn vordag fyrir sex árum frá fæðingu hans, vær- um komin upp að Hamri, mundum við sjá lítinn strákhnokka í hvítri ullar- peysu og bláum buxum. Nef hans er stutt og söðulbakað, kinnarnar bústn- ar og rauðar, augun blá og hárið ljóst og hrokkið. Hann er reyndar í spari- fötunum sínum og labbar all-áhyggju- fullur austur túnið, austur hjá fjár- húsunum, framhjá réttinni og síðan götuslóðann niður ásinn. Foreldrar hans höfðu farið til kirkju þennan sunnudag og Sigga systir átti að gæta hans. 1 Svo höfðu þau reiðst, vegna þess, að hann sagði, að hún hefði rangt við í feluleiknum. — Þú „kíkir alltaf“, sagði hann. — Það er ekki satt, þú ert bara svo mikill klaufi að fela þig, að ég finn þig strax, sagði hún. Honum fannst þetta ekki satt, hann, sem hafði falið sig svo vel. Hann hafði falið sig í heygarðinum, en ekki gætt þess, að það sá á bakið á honum og svo læddist hún að honum og kleip hann í ,,bossann“. Það var svo sem von, að hann reidd- ist. — Sko, litla ræfilinn, sem ekki kann að fela sig, sagði hún. Honum fannst hún vond. Hann tók upp pottbrot, sem lá þar rétt hjá, og henti því í bræði sinni í fótlegg hennar, rétt ofan við öklann. Hún hljóðaði af sársauka: — Æ, æ, æ, æ. Ertu vitlaus strákur! Veistu að þú braust fótinn á mér? •— Hvað heldurðu að pabbi geri, þegar hann kemur heim? — Þú varst að stríða! Þetta var þér að kenna! öskraði Skúli Bjartmar, en var þó ekki alveg viss um sakleysi sitt, innst inni. — Þú ert Ijóti strákurinn! Ég skal aldrei leika mér við þig framar. Sigga haltraði inn í bæinn, en um leið og hún fór inn úr dyrunum sneri hún sér við og hrópaði: — Þetta skaltu fá borg- aö, ótuktin þín. Það fossar blóðið úr fætinum á mér. Hann stóð eftir á hlaðinu, hnubb- aralegur strákur í hvítri peysu. Hann var bara sex ára. Hann þorði ekki að bíða; hann þorði ekki að bíða eftir að Gunna frænka kæmi út og færði honum fréttirnar af því, hvernig komið væri fyrir Siggu. Hann sá í huga sér alblóðugan fótinn á henni. Fótbrot! Það hlaut að vera eitthvað voðalegt. Eitthvað hræðilega skelfilegt; líklega yrði hún hölt alla æfi og svo var það hans sök. Hann tók á rás austur túnið og hugsaði þá einu hugsun, að komast eitthvað í burtu. Ef til vill ætlaði hann að fela sig í fjárhúsunum? En svo fór hann fram hjá fjárhúsunum. Ef til vill ætlaði hann niður að ánni? Stundum var svo gaman að sjá silungana, sem skutust fram og aftur um árhyljina, ef maður stappaði í bakkana. Eitt var víst, heira ætlaði hann ekki að koma strax. —- Heima ætlaði hann ekki að vera, þeg- ar pabbi og mamma kæmu heim. Það skyldu aðrir verða til þess að segja þeim fréttirnar. Hann fór götuslóðana meðfram læknum, austan við Hamarstúnið, þeir

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.