Unga Ísland - 01.02.1938, Blaðsíða 13

Unga Ísland - 01.02.1938, Blaðsíða 13
UNGA ISLAND 23 liggja oftast niðri í lækjarfarvegin- um, svo að þessi litli maður fór þarna oftast í hvarfi við bæinn. Hann óð í fæturna, því að grasið á götubökkun- um var svo vott. Langnefjaður og há- fættur spói læddist yfir götuslóðana nokkrum sinnum og flaug síðan burtu. Það hafði verið skúraveður þennan dag, en birti alltaf upp á milli, svo að til sólar sá. Fullorðna fólkið kallaði það útsynning. Nú voru skúrirnar hættar og það var að mestu logn. Sól- ar naut nú ekki, hún faldi sig á bak við skýin. Yfir hálsunum beggja megin dalsins, hvíldi rólyndisleg þoka. Full- orðna fólkið sagði, að nú kæmi hann bráðum á norðan. Skúli Bjartmar hugsaði ekki um það. Á eyrunum nið- ur við ána og í móunum út frá lækn- um, þar sem heiðlóan átti stundum hreiður, voru hrossin frá Hamri á beit og þegar Skúli nálgaðist þau, hafði hann allt í einu gleymt reiði sinni og sorg, út af fætinum á Siggu. Hrossin voru vinir hans. Víð þau var hann ekki hræddur. Þarna var hún Bleik hennar Gunnsu frænku, með litla fol- aldinu sínu. Hann gekk til hennar og settist á þúfu rétt hjá henni. Hún hætti snöggvast að bíta og leit á hann. Augu hennar voru dökk og djúp og næstum hulin af þykkum ennistoppnum. Síðan fór hún að bíta aftur og bleikur flip- inn hennar gekk fram og aftur yfir græna þúfuna. Folaldið hennar horfði forvitnis- augum á þennan skrítna gest og þótt- ist geta bitið gras, eins og fullorðið hross. Það smánálgaðist þúsuna þar sem Skúli sat, en vildi auðsjáanlega ekki láta á því bera. Svo sperrti það fram eyrun og fór heilan hring í kring um Skúla í hæfilegri fjarlægð, og að lokum stóðst það ekki mátið lengur og kom alveg til Skúla. Hann rétti fram hendina og vildi klappa því á snoppuna. En þesskonar gæði kunni það ekki að meta og stökk burtu. Þennan leik lék það nokkrum sinn- um og hin hrossin horfðu á. Þau eldri og reyndari í lífinu höfðu ekki neinn áhuga fyrir þessu. Þau undu við þúf- una sína. Síðan gengu þau lítinn spöl, slógu til taglinu og frísuðu ósköpin öll og kroppuðu svo næstu þúfu. Tveir gamlir klárar stóðu hvor við annars hlið og klóruðu hvor öðrum með tönnunum. Þeir bitu hvor annan, svo að small í og Skúli vissi að þetta hét að kljást. Síðan hristu þeir höf- uðin og makkana og fóru því næst að bíta. Folaldið var orðið leitt á Skúla og var nú að fá sér mjólkursopa. Skúli skreið á fjórum fótum til að geta séð það sjúga. Það var svo gaman að sjá hvernig litla, slétta tungan þess lagð- ist utanum spenann, meðan það teyg- aði móðurmjólkina. Bleik virtist vera .rnjög ánægð meðan á þes.u stóð. Hún hætti að bíta og horfði dreymandi augum út í bláinn. Framh. Anna var að koma úr afmælis- veislu vinstúlku sinnar og mamma hennar spurði hana meðal annars hvernig hún hefði hagað sér. „Ég hegðaði mér vel“, sagði hún. „Ein stúlkan datt af stólnum og allar hlógu að henni nema ég“. „Það var fallega gert af þér“, sagði mamma hennar, „en hver var þessi litla stúlka, sem datt af stólnum?“ „Ó, það var ég“, svaraði Anna.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.