Unga Ísland - 01.05.1938, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.05.1938, Blaðsíða 4
62 VNGA ÍSLAND Sterkar tennur. Eigi barnið að fá góðar tennur, er um að gera fyrir móðurina, að gefa því rétta fæðu fyrir og eftir fæðinguna. Fosfor og önnur steinefni eru nauðsynleg eigi tennurnar að fá rétta lögun og verða sterkar. Þessi efni eru einkanlega í kúamjólk, gul- og rauðaldinum o.fl. og þá einnig í hreinu vatni. Þegar barnið er ekki lengur háð fæðu móðurinnar á að gefa því nóg af nýmjólk og seinna ávaxtasafa, grænmeti og aðrar fæðu- tegundir, er innihalda steinefni. Fái barnið nægilegt af þessum styrkjandi efnum getur það komist hjá margskon- ar tannskemmdum er það eldisr.. Það er sérstaklega til 10 ára aldurs, sem barn- inu ríður á að fá þessháttar rnat, til upp- byggingar tannanna og alls líkamans. Barnið verður að læra að hirða tenn- urnar eins fljótt og unnt er. Gefið því lítinn tannbursta og gerið það að vana, að það noti hann. Vitanlega á að fara með barnið til tannlæknis strax og mað- ur verður þess var, að tennurnar eru farnar að brenna. Ef barnatennurnar skemmast og þar af leiðandi detta of fljótt úr, verður það til þess að fullorð- instennurnar verða skakkar og of þétt- ar. Ef barnið missir barnatennurnar fyr en tími er til kominn, getur það einnig verkað á sjálfan kjálkann, og tekið langan tíma að lagfæra það, og orðið kostnaðarsamt. Að bursta tennurnar reglulega og vel getur verið mikil hjálp til varnar tann- skemmdum, en er ekki einhlýtt. Fái maður ekki hina réttu fæðu, brenna tennurnar, þrátt fyrir allt hreinlæti. Maður á að fara til tannlæknis að minnsta kosti tvisvar á ári. Tannstein- inum innanverðu á tönnunum er vont að ná í burtu án hjálpar læknis. Og finni tannlæknirinn við rannsókn sína sruá- skemmdir á maður hiklaust að láta hann gera við þær. Hafi maður hugsun á að hirða vel tennurnar, getur maður venjulega haldið þeim sterkum og fal- legum, þó geta alvarlegir sjúkdómar valdið tannskemmdum bæði í veikind- unum sjálfum og afturbata. Þó er þetta ekki algild regla.En undir öllum kring- umstæðum verður maður að vera á verði um tennurnar og gæta alls hrein- lætis í sambandi við þær, það getur og að vissu leyti varnað smitun í munn og koki. Skemmdar tennur eru í rauninni „menningar“-sjúkdómur, ef svo mætti að orði komast. Þær eru að miklu leyti matnum, er við leggjum okkur til munns, að kenna. Hinar ósiðuðu þjóðir og dýr verða lítið vör þessa sjúkdóms. Tannskemmdir eru algengastar á aldr- inum milli 7—25 ára, en geta komið fyr- ir á öllum aldri. Það sem aðallega eru orsakir tann- skemmda má nefna: erfðir, munnvatnið, bakteríur í munninn, óhreinindi, skort- ur á harðri fæðu o.fl. En aðalorsökin er þó, að til þess að fá góðar tennur þarf maður strax frá fyrstu árum að fá hin réttu steinefni eins og fyr er getið. Heilar tennur eru nauðsynlegar fyrir almenna vellíðan manns — og ætti öll- um mæðrum að vera það áhugamál að börn þeirra hefðu sem bestar og feg- urstar tennur og gera allt, er í þeirra valdi stendur, til þess að því marki verði náð.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.