Unga Ísland - 01.05.1938, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.05.1938, Blaðsíða 8
66 UNGA ÍSLAND flutti þá á reiðingshestum neðst niður í dalinn. Þar var ullin svo látin í hest- vagna og síðan flutt niður á Tanga, sem var verslunarstaður Stardælinga. Enn- þá var enginn vagnvegur um Starardal, en bændur dalsins voru sem óðast að undirbúa lagningu hans. Þegar Ólafur kom aftur úr kaup- staðnum, hafði hann meðferðis mjög mikið af allskonar vörum, svo sem kaffi, sykur, rúgmjöl og hveiti og margt, margt fleira . Hann hafði komið heim undir morg- un og með honum kaupamaður og kaupakona, bæði úr Reykjavík. Skúli fór snemma á fætur og sá all- an varninginn á hlaðinu. Á stéttinni framan við skemmudyrnar lágu reiðirig- arnir, tveir hnakkar og einn söðull. þarna voru einnig ný orf, hrífur og hrífusköft, Ijáir og ljábakkar, sykur- kassi, mjölpokar, harðfiskur og hertir þorskhausar. öllu þessu fylgdu svo heill- andi og framandi ilmur, eins og öllu, er. úr kaupstaðnum kom. Austan við túnið voru hestarnir, sem höfðu verið í ferðinni. Þeir voru nú að jafna sig eftir ferðina. Sumir lágu, aðr- ir voru að kroppa græna grasið, og það stirndi á svitastorkio balc þeirra þar sem reiðingur eða hnakkur hafði verið. Skúli Bjartmar horfði á þetta allt og það var eins og þessir hlutir, sem iégu þarna svona langt að komnir, toguðu hug þessa sex ára manns eitthvað burtu. Eitthvað út til hins óþekkta, út fyrir dalinn hans, þangað sem ókunnir menn lifðu og störfuðu. En þó átti þessl hugur ekkert form eða orð, það var að- eins óljós kend, eins og tilhlökkun sú er fer um brjóst okkar, þegar eitthvað ó- venju æfintýrilegt er í vændum. Það var fögnuður þessa unga rnanns, er stóð þarna á stéttinni þennan júlímorgun, yf- ir fegurð lífsins og til'nlökkunarblandin þrá eftir því að verða stór, sterkur og víðförull maður. En svo leið þessi dag- ur, eins og allir aðrir. Slátturinn hófst og græna grasið, sem áður teygði sig svo frjálslega móti sól- aiijósinu og vaggaði í vorblænum, söln- aði og visnaði í flekkjum á túninu og sterkan áfengan ilm lagði frá því að vitum manns. Nú beið það þess að verða bundið og látið inn í heygarð. Það var einhvern daginn í byrjun sláttar, í ágætu veðri, að fólkið á Iiamri var að koma út frá hádegiskaffinu og ætlaði að fara að snúa heyinu. Þá kem- ur Hildur gamla í Holti í hlaðið og með henni hnubbaralegur strákur, klæddur í grá sportföt,. Rauður var hann í kinn- um, svolítið freknóttur og með söðul- bakað nef. — Góðan daginn gott fólk, sagði Hildur. — Góðan daginn, sagði fólkið. — Þetla mun vera sonarsonurinn ? sagði Ólaíur. — Ójá, það er nú hann, ræfilsskinn- ið. Hann er nú úr henni Reykjavík garmurinn. — Heilsaðu fólkinu góði! Þau heilsuðu fólkinu. Hildur hélt áfram: — Ég hélt að það færi eins vel um hann hjá mér, ræfilinn, úr því svona er komið. Það er nú reyndar úti mín makt, en eitthvað ætti þó að vera til í gogginn á honum. — Ætli það ekki, Hildur mín, sagði Ólafur. Jæja, gerðu nú svo vel og settu þig innfyrir. Við vorum að enda við kaffið. — Já, takk, ætli mér sé ekki leiðin kunn. Komdu með mér, snáðinn. Hún togaði stráksa með sér inn í bæ- inn.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.