Unga Ísland - 01.05.1938, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.05.1938, Blaðsíða 3
UNOA ÍSLAND - - ■ ■■ ■ ■■ XXXIII. ÁRG. 5. HEFTI MAÍ 1938 Raddir vorsins. Nú skín þér sólin, kæri vorsins vinur, og vekur allt af löngum svefnsins dvala, og vorsins raddir hljótt viö blómin hjala. Þú heyrir fuglinn kvaka á grænum meiÖi. En veturinn, sem lagði allt í eyöi, fær engin völd í þessu bjarta landi, því hér er vor, hér ríkir æöri andi, nú angar gras frá strönd til innstu fjalla. Voriö er að vekja og gleöja alla, það vekur Ijós og þrá í hvers manns hjarta. í noröri lýsir nóttin sumarbjarta, þaö nálgast dag, við rísum öll á fætur. Haföu á öllum gróöri nánar gætu, og gakk af mestu varúö yfir stráin, þaö er svo sárt að sjá þau föl og dáin, en sælla aö mega hlúa aö hverjum anga og gróöurspíru, er upp i Ijósið langa. Þín litla hönd er voldug, vinur kæri, ég vildi aö hún Ijós til allra bæri. Hafliði M. Sæmundsson.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.