Unga Ísland - 01.09.1941, Page 4

Unga Ísland - 01.09.1941, Page 4
P. Bangsgaard: íbúar heiðarinnar Þýtt hefir Sigurður Helgason Snemma morguns lá refurinn sof- andi við trjárót eina úti í nýskóginum. AnnaS hvort dreymdi hann illa eSa hann svaf mjög laust, því að við.og við fóru kippir um lappirnar á honum og skinnið á síðum hans kipraðist til eins og hann væri að reka burtu flug- ur af feldi sínum. Allt í einu vaknaði hann, lyfti höfðinu og sperrti upp eyr- un. Það gat verið hættulegt að liggja lengur. Hann heyrði greinilega, að maður var á ferð í grennd við hann, eftir þröngum höggnum stíg milli trjánna. Hann reis hljóðlega á fætur, læddist burtu í áttina niður að þjóð- veginum og lét slútandi greinarnar hylja sig. Hinum megin við veg- inn teygðist nýskógurinn upp und- ir skógivaxnar hæðir.lengra burtu. Þar hafði refurinn oft falið sig, þegar hætta var á ferðum. Þegar refurinn nálgaðist veginn, teygði hann gætilega fram trýnið og þefaði. Ekkert virtist nærri, sem á- stæða væri að óttast, en á rófuteig einum, ekki langt burtu voru tveir veiðimenn á ga^ngi. Báru þeir byssur undir hendinni og nálguðust veginn. Refurinn dró sig til baka inn undír greinarnar, en jafnframt tók hann eftir því, að maðurinn, sem hann hafði orðið var við inni í nýskóginum, kom stöðugt nær og nær, og gerði það hon- um órótt í meira lagi. Laumaðist hann niður í skurðinn meðfram veginum og hljóp eftir honum, þangað til hann kom að bugðu einni. Þar hélt hann að öllu væri óhætt og hljóp upp á veg- inn, en þá komu allt í einu nokkrir veiðimenn í ljós rétt við nefið á hon- um. Þeim féllust hendur, þegar þeir sáu refinn svona óvænt, en bráðlega höfðu þeir áttað sig, gripu byssurnar, sem þeir báru á öxlunum, miðuðu á hann og skutu á eftir honum, en hann flýði burtu eins og fætur toguðu og sakaði ekki. Refurinn þorði ekki að líta við, fyrr en hann var kominn lángt frá. Þegar hann staðnæmdist loks var hann staddur á stað, þar sem ekkert fylgsni var að sjá, svo langt sem augað eygði. Þá heyrði hann hundgá frá bæ ein- um í grenndinni og leist nú ekki á blikuna. Var hann í þann veginn að fara út í grasið og reyna þannig að laumast burtu, þegar hann heyrði allt í einu til bifreiðar, sem kom akandi eftir veginum í áttina til haiis. Nam hann þá staðar á skurðbarminum og' beið átekta. Bifreiðin kom í ljós og nálgaðist óðfluga. Refurinn þefaði út í loftið. Honum flaug í hug mjög ó- venjulegt tiltæki og þegar bifreiðin kom á móts við hann þaut hann upp á veginn, aftur fyrir hana og hljóp svo á eftir henni eins nærri afturhjólun- um og honum var unnt. Þannig elti hann bifreiðina þangað til hann var aftur kominn inn í nýskóg- inn. Hann fór fram hjá veiðimönnun- um, sem höfðu skotið á hann. Þeir UNGA ÍSLANÞ 98

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.