Árbók VFÍ - 01.01.1992, Page 183

Árbók VFÍ - 01.01.1992, Page 183
Ammoníakgeymar 181 eimsvölum og leiddur aftur inn í ammoníakgeyminn. Venjulega eru þjöppurnar tvær eða fleiri, þannig að hægt er að taka þjöppur úr rekstri vegna viðhalds. Þjöppunum er stjómað sjálfvirkt, á/af, eftir þrýstingnum í geyminum. Þjöppurnar fara í gang þegar eimþrýstingurinn nær efra marki og stöðvast þegar eimþrýstingurinn hefur lækkað í neðra mark. Venjulega er mest kæliþörf þegar ammoníak er sett í geyminn, hvort sem það úr skipi eða framleiðsla eigin verksmiðju. Til að fylling geymisins geti gengið fljótt, þarf kælikerfið að fjarlægja jafnóðum þann varma sem streymir inn í geyminn f formi heitari vökva en fyrir er. Ammoníakvökva er dælt frá geyminum. I flestum tilvikum þarf að hita ammoníakið áður en það er notað. Ammoníakið er ýmist liitað með heitu vatni, gufu eða olíuhitara. Ef notað er heitt vatn eða gufa er algengast að hita ammoníakið með tvöföldu kerfi, þannig að frostlögur er hit- aður og notaður til að hita ammoníakið. Þetta er gert til að tryggja að ekki frjósi í ammoníak- hitaranum. Stjómbúnaður heldur vinnuskilyrðum í geyminum innaneðlilegramarka,enöryggisbúnaður tekur við ef t.d. þrýstingur eða hæð í geyminum fer út fyrir eðlileg mörk. Öryggislokar eru á kældum ammoníakgeymum til að verja þá gagnvart yfirþrýstingi og undirþrýstingi. Öryggislokum þarf að koma þannig fyrir, að hægt sé að taka þá niður til viðhalds og prófana án þess að taka geyminn úr rekstri. Algengt er, að varaaflsstöð sé tengd helsta rafbúnaði, og venjulega eru öll mikilvægustu mælitæki tengd rafhlöðum, sem taka við ef rafmagn fer af. Á helstu vökvalögnum að og frá geyminum er venjulega fjarstýrður loki eins nálægt geym- inum og hægt er. Þetta er gert til þess, að hægt sé að loka geyminum ef lögn frá honum brestur eða ef þrýstingur verður of hár þegar verið er að setja ammoníak í geyminn. Eimþrýstingurinn yfir vökvanum er mældur og einnig hitinn. Hiti vökvans er venjulega mældur á nokkrum stöðum til að þekkja hitadreifinguna í geyminum. Ef heitur vökvi safnast fyrir við botn geymis undir kaldari vökva, sem er eðlisþyngri, er hætta á að vökvinn í geymin- um velti („roll over“), þegar heitari vökvinn þrengir sér upp. Þetta veldur miklu álagi á geym- inn. í [9] er greint frá dæmi um þetta. Ammoníaki var dælt í geymi, sem er þannig gerður, að ammoníakið kemur inn í hann við botninn. Talið er, að ammoníakið hafi verið um 1-2°C heitara en vökvinn, sem fyrir var í geyminum. Um 1-3 klst eftir að hætt var að dæla, valt vökv- inn í geyminum. Til að forðast þetta er ammoníak sett inn í geymana efst, eða um vel raufaða pípu, þannig að mest af ammoníakinu fari út úr pípunni í vökvaborðinu. Vökvahæðin er venju- lega mæld með flotmæli eða mismunaþrýstimælingu. Venja er að hafa allar helstu mælingar tvöfaldar, þannig að bilun í mæli skapi ekki hættuástand. 4 Lokaorð Þegar fjallað er um ammoníakgeyma er eðlilegt að megináherslan sé lögð á öryggisþáttinn og þá hættu, sem fólgin er í geymslu ammoníaks í miklu magni. Áhættunni af því að hafa ammoníak- geymi má skipta í tvo meginþætti. Annars vegar er um að ræða áhættu vegna líkinda fyrir því, að geymirinn bresti, og hins vegar áhættu vegna þess sem gerist eftir að ammoníakgeymirinn hefur brostið. Fyrri þátturinn er háður því hversu vandað mannvirkið er og hversu vel því er haldið við. Almennt er viðurkennt, að minni líkur séu á, að tvöfaldur kældur geymir bresti en kúlulaga þrýstigeymir. Varðandi seinni þáttinn eru þrýstigeymar einnig hættulegri. Bresti þrýstigeymir hvellsýður vökvinn vegna þrýstilækkunarinnar, og við suðuna, sem verður í öllum vökvanum samstundis, dreifist meginhluti vökvans út í andrúmsloftið, bæði sem vökvaslettur og gas. Ef
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236
Page 237
Page 238
Page 239
Page 240
Page 241
Page 242
Page 243
Page 244
Page 245
Page 246
Page 247
Page 248
Page 249
Page 250
Page 251
Page 252
Page 253
Page 254
Page 255
Page 256
Page 257
Page 258
Page 259
Page 260

x

Árbók VFÍ

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók VFÍ
https://timarit.is/publication/898

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.