Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 10
8
ÁrbókVFÍ 1993/94
andi þróun mála, hvort endurskoðun tæknináms og aukin samvinna eða sameining Verk-
fræðingafélagsins og Tæknifræðingafélagsins færa okkur aðra og breytta framtíð.
A síðustu tímum hafa verkfræðingar, líklega í fyrsta sinn, kynnst atvinnuleysi. Starfs-
miðlunarnefnd, sem VFI og SV settu upp saman hefur starfað mikið. Nefndin veitir upp-
lýsingar og reynir að aðastoða atvinnulausa verkfræðinga. Á norðurlöndum er þetta starf
verkfræðingafélaganna viðamikið, en er hér rekið í sjálfboðavinnu.
Stórn VFI lagði á starfsárinu mikla áherslu á útflutning og markaðssetningu á tækni-
þjónustu. Öflug nefnd fékkst við þennan málaflokk. Margvíslegar tillögur hafa verið unnar
og fjölmargir fundir haldnir til þess að örva menn til dáða. VFÍ hyggur ekki á stofnun
fyrirtækja né beina þátttöku í slíkri starfsemi. Félagið hyggst fremur beita sér fyrir bættuin
starfsskilyrðum á sviði útflutnings tækniþjónustu.
Öruggum skrefum hafa fjármál félagsins batnað stöðugt. Senn mun húsið gefa af sér tekjur
umfram gjöld. Svo sannarlega eru því tímamót framundan í fjármálum. Stjórn VFÍ hefur og
mótað þá stefnu að tekjur félagsins verði í framtíðinni í auknum mæli óháðari félagsgjöldum
en nú er.
Á lokastigi eru samningar um útgáfu nýs verkfræðingatals og undirbúningur er hafinn að
gerð kvikmyndar í tilefni af 100 ára afmæli verkfræðinnar á íslandi.
Á árinu voru liðin 100 ár frá því að fyrsti íslenski verkfræðingurinn, Sigurður Thoroddsen,
hóf störf á Islandi og stóð VFI ásamt Hafnamálastofnun og Vegagerðinni fyrir sýningu í
Háskólabíói í því tilefni.
Ársskýrsla sú sem hér birtist er mikil að vöxtum. Um 100
félagsmenn störfuðu mikið í sjálfboðavinnu á vegum
félagsins á árinu.
Mikið álag var á starfsliði félagsins sem undir forystu
Arnbjargar Eddu stóð sig með mikilli prýði og á þakkir skyld-
ar fyrir.
Ástæða er til að hvetja verkfræðinga almennt til aukinnar
þátttöku í starfi félagsins. Félagið er öflug og virt og er tæki
til stórra verka fyir félagsmenn.
Guðmundur G. Þórarinsson, formaður VFÍ1993-1994
Inngangur
Árbók Verkfræðingafélags íslands 1993/94, hin 6. í röðinni er nú loks komin út, meira en
tveimur mánuðum á eftir áætlun. Bókin er með svipuðu sniði og síðastliðin ár.
Nú reyndist tiltölulega auðvelt að útvega tækni- og vísindagreinar í bókina, sem áður var
yfirleitt mikill höfuðverkur. Erfiðara reyndist hins vegar að að fá kynningargreinar frá hinum
ýmsu stofnunum og fyrirtækjum, sem verið hefur aðal fjárstuðningur við útgáfuna auk beinna
auglýsinga. Einnig hefur reynst nokkuð erfitt að útvega auglýsingar eins og undanfarin þrjú
ár. Er þar um að kenna annars vegar mikilli samkeppni við nemendablöð í verk- og
tæknifræði ásamt tímaritinu AVS, og hins vegar hafa fyrirtæki verið að spara á þessu sviði.
Nokkuð hefur verið rætt um að gera það mögulegt að vísinda- og tæknigreinar í árbók VFÍ