Árbók VFÍ - 01.01.1995, Síða 11
Formálar 9
næðu að flokkast sem ritrýndar greinar, sem víða eru metnar meira en aðrar greinar. Farið var
fram á samvinnu um þetta mál við Verkfræðideild Háskóla Islands, sem hefur nú skipað
nefnd 3ja verkfræðiprófessora, sem munu starfa með ritstjóra árbókarinnar að þessu máli.
Búið er að setja reglur um ritrýningarferlið og náðist að ritrýna eina grein í þessari bók í
tilraunaskyni. Ekkert á að vera því til fyrirstöðu að allar greinar í næstu árbók VFÍ verði
ritrýndar.
Ýmsar aðrar nýjungar hafa verið á döfinni, svo sem að Tæknifræðingafélag Islands kæmi
inn í útgáfu árbókarinnar með VFÍ og er útlit fyrir að það náist strax í næstu bók, árbók
1994/95. Ætti þá upplag bókarinnar að fara í nálægt 2200 eintök. Þá hefur verið rætt um að
skipta bókinni í tvo hluta; t.d. að félagslega efnið ásamt nokkrum vísinda- og tæknigreinum
komi út fyrir sumarið, en tækniannállinn með nokkrum greinum til viðbótar kæmi út síðla
hausts.
Þar sem þetta er síðasta árbók sem undirritaður er ritstjóri að, þá vil ég þakka öllu því góða
fólki sem ég hef átt samstarf við í útgáfunefnd, stjórn og á skrifstofu VFÍ að ógleymdum
þeim sem sáu um umbrot bókanna. Þar vil ég sérstaklega geta Viktors A. Ingólfssonar
tæknifræðings sem útlitshannaði bókina og sá um umbrot bóka nr 1,3,4 og 5 og Helgu
Jónsdóttur tækniteiknara og Sigurjóns Mýrdal verkfræðings, sem sáu um umbrot þessarar
síðustu bókar. Þá hafa höfundar tækniannálanna lagt á sig gífurlega vinnu, sem seint verður
fullþökkuð, en það eru þeir Ríkharður Kristjánsson verkfræðingur, sem sá um fyrstu tvo
annálana, og Ragnar Ragnarsson verkfræðingur, sem hefur séð um þá síðan. Þá vil ég þakka
höfundum greina í bókunum og höfundum annars efnis, t.d. forsvarsmönnum undirdeilda
VFÍ, félaga sem tengjast VFÍ og fyrirtækja sem birt hafa kynningargreinar í bókinni. Vinna
með starfsfólki í prentsmiðjunum Odda, Gutenberg og Steinholti hefur verið hin ánægjulegasta.
Ummæli um árbækurnar, sem borist hafa til útgáfunefnd-
ar, hafa yfirleitt verið hlýleg, en alltaf má gera betur. Því
hvet ég verkfræðinga og tæknifræðinga til að koma til útgáfu-
nefndar tillögum og nýjum hugmyndum um endurbætur.
Félagsmenn VFÍ gera sér margir ekki grein fyrir því, að
vandfundið er það fagfélag sem stendur fyrir jafn frjóu
félagsstarfi og VFÍ og ekki ættu umsvifin að minnka við
aukna samvinnu við tæknifræðinga. Að lokum vil ég óska
væntanlegri útgáfunefnd og nýjum ritstjóra árbókarinnar alls
hins besta.
Birgir Jónsson, ritstjóri Árbókar VFÍ.