Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 22
20 Árbók VFÍ 1993/94
15% af heildartekjum félagsins kæmu sem þóknun fyrir þá þjónustu. í samræmi við þetta
hefur stjórnin samþykkt gjaldskrá vegna umsagna um umsóknir um leyfi til að kalla sig verk-
fræðing og um löggildingarleyfi til að leggja fram teikningar. Jafnframt liggur fyrir þessum
aðalfundi tillögur til breytinga að félagsgjöldum þannig að þau verði með öðrum hætti en
verið hefur.
7 Samstarf við Norðurlandafélögin
A hverju ári eru haldnir samráðsfundir formanna og framkvæmdastjóra verkfræðingafélag-
anna á Norðurlöndum. Fundir framkvæmdastjóranna eru árlega í janúar og eru hugsaðir sem
undirbúningur undir fundi formannanna. Fundur formanna og framkvæmdastjóra var að
þessu sinni 3,- 6. júní í Þrándheimi.
Mörg mál voru til umræðu. Danir kynntu starf sitt að sameiningu félaga tæknifræðinga og
verkfræðinga og samræmingu á námi þessara stétta. Þeir sögðu og frá afmælishaldi félagsins
vegna 100 ára afmælis þess. Mikill halli varð á afmælishaldinu.
Atvinnuhorfur og atvinnumál voru mikið rædd. Verulegt atvinnuleysi er meðal verk-
fræðinga á Norðurlöndum nema helst í Noregi, en þar er atvinnuleysi verkfræðinga 1 %.
Verulegar áhyggjur komu fram í umræðum um atvinnumál verkfræðinga í framtíðinni.
Öll félögin hafa sett á stofn atvinnumiðlun, sem er með viðamestu þáttum í starfsemi þeirra.
Yfirleitt er starfslið verkfræðingafélaganna á Norðurlöndum um 80-90 manns. Þeir voru
alveg undrandi að heyra að starfsmiðlun okkar væri öll unnin í sjálfboðavinnu. Samanlagt
hefur skrifstofa TFÍ og VFÍ á að skipa 3ja manna starfsliði.
í fréttabréfi VFÍ 13. september 1993 ritaði framkvæmdastjóri VFÍ fréttir frá þessum fundi.
Þar segir meðal annars :
„Félagsstarfsemi Norðurlandafélaganna er keimlík þó nokkuð beri á milli. Félögin úti eru
opnari fyrir inngöngu tækni- og raunvísindamanna en VFÍ. Arkitektar eru innan finnska
félagsins. Varðandi félagsgjöldin þá er sú stefna ráðandi að allir greiði eitthvað, nema
heiðursfélagar sem eru mjög fáir. Ungfélagar og eftirlaunamenn greiða lítilræði eða 10-15%
af félagsgjaldi. Þeir sem um sárt eiga að binda vegna heilsubrests eða langvarandi atvinnu-
leysis geta sótt um gjaldfríðindi. Gjaldfríðindin eru ekki veitt nema tvö ár hið mesta.
Rökin sem liggja að baki gjaldtöku og tveggja ára gjaldfríðindahámarki eru þau, að enda
þótt sjálfsagt sé að sýna starfsbræðrum og systrum hluttekningu og veita aðstoð ef svo ber
undir, þá sé ekki verjandi að bjóða félagsmönnum upp á að bera uppi gjaldfría meðlimi
félagsins til lengri tíma en tveggja ára. Gestaaðildin hefur sama hámark þ.e. tvö ár.
Norðurlöndin hafa þá vinnureglu að heimaland er eitt gjaldsvæði. Að vísu eru útibú frá
félögunum úti um löndin. Norðurlandafélögin eru afar fjölmenn, sænska félagið (CF) er
stærst með um 54 þús. félagsmenn. Erlendisbúandi greiða lægra gjald, en sú aðild stendur
einungis til boða þeim félögunum sem búa erlendis ekki skemur en 11 mánuði ársins. Ár-
gjaldið er óháð því hvenær ársins menn sækja um félagsaðild eða segja sig úr félagi. Flestir
sækja því um félagsaðild í ársbyrjun.
Ekki er víst að ofanskráðar vinnureglur systrafélaganna henti endilega hér heima, en þó er
vert að íhuga þær. Það sem lánast vel þarna úti getur allt eins lánast vel hér heima.
Formaður VFÍ óskaði eftir að NIM fundurinn ræddi, og þá sem sjálfstæðan dagskrárlið,
hvers vegna verkfræðingur óskaði aðildar að verkfræðingafélagi. Þetta er lykilspurning sem
félögin verða að geta svarað fyrir sagði formaður. Miklar og einlægar umræður urðu um