Árbók VFÍ - 01.01.1995, Síða 23
Skýrsla formanns 21
spurninguna bæði innan fundar sem utan. Félögin hafa reynt að svara þessari spurningu og
það margoft. Kannanir sýna að hinn almenni félagsmaður lítur fyrst til sjáanlegra persónu-
legra hagsmuna er varða kjara- og atvinnumál. Næst eru það lífeyrissjóðsmál og svo endur-
menntun og/eða símenntun. Áhrif stéttarinnar úti í þjóðfélaginu mættu vera jákvæðari og
meiri. Þetta eru svipaðar niðurstöður og fengust í skoðanakönnun hjá VFI árið 1989.
Formaður VFÍ ræddi stöðu VFÍ og LVFÍ, FRV og SV. Hvert um sig stendur sem sjálfstæð
eining. Öll félögin tjáðu sig og sögðu að „kanallinn“ þyrfi að vera opinn fyrir gott gegnum-
streymi, en einhver einn yrði að stjórna rennslinu. Danska félagið sagði að rekstri verk-
fræðingafélags væri ekki hægt að halda úti í laustengdu sambandi eins og hjá VFI. Hin félög-
in tóku undir og voru sömu skoðunar.
Verkfræðingafélögin þarna úti starfa öll sem virk regnhlífasamtök. Undir hlífinni og í
góðu samstarfi við móðurfélagið, starfa bæði deildir, fagfélög og sjóðir, en móðurfélagið er
stjórnstöðin.
Menntun verkfræðinga er alltaf í umræðunni. Norðurlandafélögin eru öll aðilar að FEANI
eða Evrópusamtökum verkfræði- og tæknimenntaðra manna. FEANI gefur út skrá,
svokallaðan FEANI INDEX, en þar er að finna nöfn þeirra skóla innan Evrópu sem veita
menntun sem fullnægir gæðakröfum sem gerðar eru til verkfræðinga, tæknifræðinga o.fl. Öll
Norðurlandafélögin virða FEANI-INDEXINN og fara eftir honum þegar sótt er um starfs-
heiti hvort heldur það er civ.ing., akademi ing., verkfræðingur eða tæknifræðingur. FEANI-
INDEXINN leggur einnig línurnar um afgreiðslu á starfsheitinu Eur.ing.
Vegna þrýstings frá menntamálayfirvöldum í Danmörku er stefnt að breytingu á verk-
fræðinámi þar í landi. „Fremtidens ingeniöruddannelser" gerir ráð fyrir að hægt verði að fara
tvær leiðir að tveimur mismunandi gráðum.
Styttra námið tekur 3 ár að viðbættu 1/2 ári í starfsþjálfun, sem verður að koma til áður en
námstíma lýkur, þ.e. ekki að námslokum. Prófgráða þeirra sem hafa stúdentspróf sem bak-
grunn, verður Diplom ingeniör (akademi). Þeir sem hafa iðnmenntun sem bakgrunn, teljast
hafa lokið starfsþjálfunartímanum, en áður en tækninámið hefst, þurfa þeir að taka
undirstöðufögin efna- eðlis- og stærðfræði. Að námstíma loknum fá þeir starfsgráðuna
Diplom ingeniör (teknikum). Bachelor of Engineering (B.E.) verður einnig veitt.
Lengra námið er 5 ár eftir stúdentspróf. Prófgráðan verður civil ingeniör. Akademi
ingeniörar geta að uppfylltum ákveðnum kröfum bætt við sig 2ja ára námi og fengið próf-
gráðuna civ.ing. Þeir sem stefna að civ.ing (5 ára námi) geta eftir tveggja ára samfellt nám
skipt um stefnu og skipt yfir á akademilínu með eins árs námi í viðbót auk starfsþjálfunar.
Diplom gráðan verður lægsta gráða hjá Dönum. Þetta fer svolítið fyrir brjóstið á Finnum, þar
sem dipl. gráða er æðsta gráða þar í landi.
Samstarf norrænu verkfræðingafélaganna er mjög traust og stendur á gömlum merg. Ekki
verður annað fundið en litið sé á VFI sem jafningja þótt lítið sé á mælikvarða hinna
Norðurlandanna. Nú þegar heimurinn er að opnast og fátítt að Islands sé getið í umræðum
erlendis verður samstarf norrænu verkfræðingafélaganna mikilvægara en nokkru sinni hvað
okkur varðar. Opnar okkur dyr, sem ella væru luktar.
Formaður VFÍ spurði hvaða skoðun hin félögin hefðu á mikilvægi norræns samstarfs verk-
iræðingafélaga eftir opnun Evrópu, hvort Evrópusamstarf tæki e.t.v. við því lykilhlutverki
sem Norrænt samstarf hefði skipað.