Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 24
22 Árbók VFÍ 1993/94
NIF svaraði fyrst og sagði ljóst að hagsmunir Noregs stæðu félaginu næstir og nefndi sölu
á olíu sem dæmi, en hagsmunir verkfræðinga norðursins yrðu eftir sem áður hagsmunir NIF,
umfram annars ágætt samstarf sem vonast væri eftir við Evrópu. Skoðun Finna er að sam-
vinna og samstarf félaganna sé mikilvægara nú en nokkru sinni. Evrópusamstarf getur ekki
tekið við því lykilhlutverki og vináttusambandi sem ríkir meðal norrænu félaganna. Danir og
Svíar telja einnig samstarf félaganna mikilvægara en nokkru sinni, þegar þjóðarhagsmunum
sleppi og landamærum hvers lands sleppi, eru það sameiginleg landamæri Norðurlanda sem
gilda.
Það tekur tíma að skapa traust. Svo ágætt sem fax- og símasamband er, þá eru það per-
sónulegu tengslin sem upp úr standa þegar vináttusambanda er leitað. Það væri bagalegt fyrir
VFI ef félagið væri fyrst núna að knýja dyra og leita leiða til að sanna félagið í samskiptum
við systurfélög nágrannaþjóðanna.“
Dagskrá NIM funda er ákveðin af framkvæmdastjórum Norðurlandafélaganna í janúar
hvert ár og er það gestalandið hverju sinni sem heldur fundinn. í ár eru það Finnar sem bjóða
til NIM-94 og framkvæmdastjóri VFÍ fór til fundar í Helsinki nú í janúar 1994.
Menntunarmálin verða á dagskrá á fundi formanna og framkvæmdastjóra seinna.
7.1 Gestaaðild
VFI, SV og systrafélögin á Norðurlöndunum gerðu á sínum tíma með sér samning um gesta-
aðild. Skv. samningnum getur félagsmaður í verkfræðingafélagi móðurlandsins, hér VFI, sótt
um gjaldfría gestaaðild að verkfræðingafélagi annars Norðurlands t.d. Danmörk, ef hann
dvelur þar um skeið, en greiðir þá fullt félagsgjald til móðurfélagsins.
Gestaaðildin gildir í eitt ár, en hægt er að framlengja hana um eitt ár í viðbót. Tvö ár í allt
er hámark. Gestaaðild veitir full réttindi í félagi gestgjafaþjóðarinnar, auk réttinda þeirra sem
móðurfélag veitir. Engir gestameðlimir eru í VFI sem stendur.
Mynd 6 Björn Kielland frá Selmer Anlegg í
Noregi sagöi frá reynslu Norðmanna í jarð-
göngum neðansjávar á ráðstefnu VFI og TFI um
H valfjarðargöng.
Mynd 7 Guðlaugur Hjörleifsson, verkefnisstjóri
Spalar, undirbáningsfélags Hvalfjarðarganga,
talar á ráðstefnu VFI og TFI um Hval-
fjarðargöng.