Árbók VFÍ - 01.01.1995, Síða 26
24 Árbók VFÍ 1993/94
málum ef til ágreinings kemur. Framkvæmdastjóri er einn og hinn sami fyrir báða aðila.
Bókhald hvors félag fyrir sig verður aðgreint en leitast verður við að ná í samrekstri sem
mestri hagkvæmni. Samþykkt var að miða sameiginlegar greiðslur við höfðatölu þeirra
félagsmanna sem fullrar þjónustu njóta. Fjöldi slíkra félagsmanna hjá VFÍ er 956, en hjá TFÍ
569. Skiptingin er því samkvæmt þessu VFÍ með 63%, en TFÍ með 37%. F.h. Verkfræð-
ingafélags Islands voru í samninganefnd: Jóhann Már Maríusson, Vífill Oddsson og Arnbjörg
Edda Guðbjömsdóttir.
Samráðsfundur VFÍ og TFÍ var haldinn 14. janúar sl. Þar var samþykkt að beina þeim
tilmælum til stjóma félaganna að tilnefna tvo fulltrúa frá hvoru félagi í nefnd sem yfirfæri
útgáfumálin, fjármál þeirra og fyrirkomulag. Einnig kannar nefndin hvort grundvöllur sé fyrir
útgáfu fagtímarits. Önnur samráðsnefnd hefur með höndum að auka samvinnu um fundi og
ráðstefnur. Félögin hafa samvinnu um útgáfu VT-frétta og kaup tímaritsins Arkitektúr,
Verktækni og skipulag.
VFÍ og TFÍ taka þátt í FEANI samstarfi og samstarfsverkefni skóla og atvinnulífs eða
COMETT - SAMMENNT eins og það er kallað. Bæði eiga aðild að Endurmenntunarstofnun
HI, Staðlaráði Islands og staðlaráðum fleirum. Formenn félaganna hafa ásamt formanni
Arkitektafélagsins átt í viðræðum við iðnaðarráðuneytið um gjaldtöku ráðuneytisins á starfs-
heitum stéttanna. Félögin em ósátt við 25.000 gjaldið sem í kjölfar fjáraukalaga var sett á í
ársbyrjun 1992.
9 FEANI
FEANI (Evrópusamtök verk- og tæknifræðinga) samstarf VFÍ og TFÍ var með sama hætti og
verið hefur, tveir fulltrúar frá hvoru félagi. Frá því í september 1992 hefur VFÍ farið með
forsvar íslandsnefndar FEANI og er það formaður menntamálanefndar dr. Guðleifur M.
Kristmundsson sem stýrir þeirri nefnd. Forsvarið flyst yfir til TFÍ í september 1994.
Formaður Islandsnefndar sótti aðalfund samtakanna, sem haldinn var í Sviss. Af því helsta
sem fram kom á aðalfundi var umræða um nýja stefnumótunaráætlun. Kjarninn í henni er
Eur.ing. titillinn, eða Evrópuverkfræðingur, eins og við höfum útlagt það.
Grikkir og Italir em aðilar að FEANI, en viðurkenna ekki Eur.ing. titilinn. Þeir telja ekki
ásættanlegt að eiginlegu verkfræðinámi sé hægt að ljúka á þremur árum á háskólastigi.
Aðild að VFI í dag er að hluta til metin eftir FEANI skránni, sem segir til um hvaða skólar
það eru innan Evrópu sem útskrifað geta verkfræðinga og tæknifræðinga.
Eftir ferðina út leggur formaður nefndarinnar til að VFÍ verði áfram í FEANI samstarfi, en
keyri á lágmarksafli og þá í samvinnu við TFÍ. Nauðsynlegt er að svara helstu erindum sem
berast og e.t.v. sækja aðalfundinn, en kostnaður deilist á VFÍ og TFÍ eftir því hvort félagið er
með forsvarið og sendir fulltrúa.
Sjá nánar greinargerð um þátttöku í 6. aðalfundi FEANI í Lausanne, 1. október 1993
(fylgir skýrslu menntamálanefndar VFÍ bls. 36-38).
FEANI samstarfið er tvíþætt. Annars vegar er það íslandsnefnd FEANI sem rætt hefur
verið um og hins vegar eftirlitsnefnd FEANI, (Monitoring Committee) sem gegnir eftirlits-
hlutverki samtakanna varðandi verk- og tæknifræðimenntun. Jón Vilhjálmsson stýrir þeirri
nefnd.
Félagsbundnir verk- og tæknifræðingar eiga eftir tiltekinn starfstíma, (þ.e. nám + starfs-