Árbók VFÍ - 01.01.1995, Síða 33
Skýrsla formanns 31
15.3 Menntamálanefnd VFÍ
A fundi framkvæmdastjórnar VFÍ, þann 4. maí 1993, voru eftirtaldir félagar skipaðir til setu í
menntamálanefnd VFÍ til 1. maí 1994:
Guðleifur M. Kristmundsson, formaður Árni Ragnarsson, ritari
Guðjón S. Aðalsteinsson Hilmar Sigurðsson
Þorbjörn Karlsson
Skipan nefndarinnar hélst óbreytt frá fyrra ári.
Menntamálanefnd er falið að vinna í samræmi við 20. grein félagslaga VFÍ. í erindisbréfi
nefndarinnar tekur framkvæmdastjórn sérstaklega fram að:
nefndin skuli vera ráðgefandi um hvernig best sé staðið að menntunarmálum verk-
fræðinga hérlendis og erlendis
nefndin skuli standa vörð um starfsheitið verkfræðingur og um þær inntökureglur sem
félagið setur
nefndin skuli fylgjast með því að námið við verkfræðideild Háskóla íslands uppfylli
kröfur félagsins
nefndin fari með endurmenntunarmál og annist samskipti félagsins við Endur-
menntunarstofnun Háskóla íslands.
Eitt af meginverkefnum menntamálanefndar er að yfirfara allar umsóknir sem berast til
félagsins og gefa umsögn um þær. Hér er bæði um að ræða umsóknir urn inngöngu í félagið
og um leyfi til að nota starfsheitið verkfræðingur. Að lokinni umfjöllun hjá nefndinni fara
umsóknir ásamt niðurstöðum til afgreiðslu hjá framkvæmdastjórn.
1 reglum félagsins um mat á umsóknum er kveðið á um að framkvæmdastjórn beri að
afgreiða umsóknir í samræmi við umsögn menntamálanefndar, nema í sérstökum undan-
tekningartilvikum. Dæmi um slíkt gæti verið að umsækjandi sé pólitískur flóttamaður og geti
ekki, af þeim sökum, aflað þeirra gagna frá heimalandi sínu, sem nauðsynleg eru að mati
nefndarinnar, til að unnt sé að meta verkfræðinám hans.
Umsóknir til félagsins. Á starfsárinu hélt menntamálanefnd 13 fundi, en reglulegur fund-
ardagur nefndarinnar er fyrsti fimmtudagur hvers mánaðar. Framkvæmdastjóri VFÍ situr
fundi nefndarinnar.
Nokkru færri umsóknir bárust á árinu en árið á undan, eða alls 95 á móti 132 á fyrra ári.
Umsóknir um inngöngu voru 51, (59 á fyrra ári), umsóknir um leyfi til að nota starfsheitið
verkfræðingur voru 36 (43 á fyrra ári) og um ungfélagaaðild sóttu 44 (68 á fyrra ári). Þegar
þessar tölur eru skoðaðar ber að hafa í huga að í allmörgum umsóknum var bæði óskað eftir
inngöngu og leyfi til að nota starfsheilið.
Mikil íjölgun hefur orðið meðal ungfélaga á liðnum tveimur árum og má ellaust rekja það
til aukinnar áherslu félagsins á að ná til verðandi verkfræðinga. Fastar heimsóknir hafa verið
í verkfræðideild Háskóla íslands á hverju haustmisseri undanfarin ár. Þar hafa fulltrúar
félagsins kynnt starfsemi þess og svarað fyrirspurnum frá verkfræðinemum á 3. og 4. náms-
ári. Reglum félagsins um ungfélagaaðild var breytt á árinu. Samkvæmt þeim verða ungfélag-
ar nú sjálfkrafa fullgildir félagar í VFÍ að námi loknu.
Langflestir nýir verkfræðingar á Islandi, sem senda inn umsóknir til VFÍ, hól'u nám sitt við
verkfræðideild Háskóla íslands. Flestir þeirra, eða að jafnaði um 70%, fara að því námi loknu
til frekara náms erlendis. Af þeim, sem luku prófum erlendis og sóttu um inngöngu í félagið á
síðasta ári, komu flestir, eða 10, frá Bandaríkjunum, síðan frá Danmörku, eða 8, frá Svíþjóð