Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 34
32 Árbók VFÍ 1993/94
komu sex og þrír frá Þýskalandi. Einn umsækjandi var með verkfræðimenntun frá írak og
einn frá Alsír.
Endurmenntun verkfræðinga. Menntamálanefnd fer með endurmenntunarmál fyrir félagið
og situr formaður nefndarinnar í stjórn Endurmenntunarstofnunar Háskóla íslands, en
Verkfræðingafélagið er einn stofnaðila.
Mikil gróska er sem fyrr í starfsemi Endurmenntunarstofnunar. Auk fjölbreyttra styttri
námskeiða fyrir verkfræðinga og tæknifræðinga, var s.l. haust í fyrsta sinn boðið upp á tveggja
missera viðbótarnám fyrir þá, sem lokið hafa rekstrar- og stjórnunarnámi. Það nám hefur
notið mikilla vinsælda frá upphafi og færri komist að en vildu.
I janúar s.l. hófst nýtt nám í sjávarútvegsfræðum og tekur það tvö misseri. Einnig má
nefna nýtt verkefni í samstarfi við félagsmálaráðuneytið, sem er tveggja missera grunnnám í
viðskiptagreinum, ætlað atvinnulausum konum. Aðrar nýjungar eru nám fyrir matsmenn, í
samstarfi við Fasteignamat ríkisins, og nám fyrir verðbréfasala, sem Endurmenntunarstofnun
hefur umsjón með fyrir viðskiptaráðuneytið.
Menntamálanefnd hefur lagt til við aðalstjórn VFI að félagið auki beina þátttöku sína í
endurmenntun verkfræðinga, m.a. með samvinnu við Endurmenntunarstofnun Háskóla
fslands.
Heildarfjöldi nemenda við Endurmenntunarstofnun var um 4.500 á síðasta ári og er orðið
þröngt um starfsemina í Tæknigarði. Til tals hefur komið að ráðast í byggingarframkvæmdir,
þ.e. að stofnunin fái til umráða hiuta af hugsanlegri stækkun Tæknigarðs. Því máli hefur þó
verið frestað um sinn á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr þarfagreiningu, sem nú fer fram
á háskólalóðinni allri.
Formaður Endurmenntunarstofnunar er Valdimar K. Jónsson, prófessor í vélaverkfræði,
en Guðrún Yngvadóttir gegnir tímabundið stöðu endurmenntunarstjóra. Kennslustjóri
tæknisviðs er Ingunn Sæmundsdóttir,'Byggingarverkfræðingur.
Menntamálanefnd hélt að venju tvo sérstaka fundi um endurmenntun verkfræðinga á starfs-
árinu. Til þessara funda er boðið formönnum allra deilda og sérfélaga VFÍ, auk fulltrúa
Endurmenntunarstofnunar. Á vorfundinum 1993 var ákveðið að gera tilraun með þá nýjung
að bjóða félögum VFI að sækja stutt kynningarnámskeið, þeim að kostnaðarlausu, um efni
sem höfðað gæti til breiðs hóps tæknimanna. Tvö slík námskeið voru haldin á síðastliðnu
haustmisseri og voru þau um þriggja tíma löng hvort um sig. Fjallaði annað um upplýsinga-
tækni en hitt um gæðastjórnun. Námskeiðin voru allvel sótt og hlaut tilraunin sæmilegar
undirtektir.
Að dómi sumra gat þetta þó varla talist jafngilda því að félagsmenn fengju afslátt á
námskeiðsgjöldum stofnunarinnar, eins og oft hefur verið bryddað á.
Sammennt. Verkfræðingafélag Islands er aðili að Sammennt og er formaður menntamála-
nefndar fulltrúi félagsins á þeim vettvangi. Sammennt er samstarfsnefnd atvinnulífs og skóla
um menntun og þjálfun í tengslum við COMETT-áætlun Evrópusambandsins. Lokaár þess-
arar áætlunar er 1994 en stefnt er því að COMETT verði sameinuð nokkrum öðrum
áætlunum undir nafninu LEONARDO, sem taka á gildi 1. janúar 1995.
Aðilar að Sammennt eru fyrirtæki, samtök atvinnugreina, fagfélög og skólar. Sammennt
heldur stutt námskeið og sér um undirbúningsvinnu vegna umsókna til COMETT, m.a. vegna
starfsmanna- og nemendaskipta. Sammennt hefur séð um að útvega íslenskum nemendum,
sem annað hvort hafa nýlokið námi eða eru á lokasprettinum, þjálfunarstöður hjá evrópskum