Árbók VFÍ - 01.01.1995, Síða 35
Skýrsla formanns 33
fyrirtækjum. Sömuleiðis hefur Sammennt haft milligöngu um að koma nemendum frá
Evrópu í nokkurra mánaða þjálfun hjá fyrirtækjum hér á landi.
Af námskeiðum á vegum Sammenntar, sem annað hvort eru í undirbúningi eða hafa verið
haldin, og styrkt hafa verið af COMETT, má nefna námskeið um geymsluþol matvæla, um
pappírslaus viðskipti, um gæðavottun í byggingariðnaði, um nýja staðla í málmiðnaði og um
námsgagnagerð og tölvutækni. Umfangsmesta verkefnið til þessa, sem Sammennt hefur
fengið styrk til að reka, er verkefnið „Quality Fish“ - Gæðastjórnun í sjávarútvegi. í
stefnumörkun Sammenntar, sem samþykkt var á aðalfundi 10. desember s.l. segir, að það
skuli vera meginmarkmið nefndarinnar að „vera vettvangur fyrir samstarf aðila atvinnulífs,
menntakerfis og vísindasamfélags og þessara aðila við stjórnvöld“. Um önnur markmið segir,
að þau skuli vera:
að sinna söfnun og dreifingu á upplýsingum um þau málefni er snerta samstarf atvinnu
lífs og skóla í sem víðustu samhengi
að stuðla að virkri þátttöku íslendinga í vísinda- og menntaáætlunum Evrópusam-
bandsins
að stuðla að aukinni vitund erlendra aðila um íslenskt vísinda- og menntasamfélag
að vinna að greiningu á menntunarþörfum íslensks atvinnulífs
að vera farvegur fyrir evrópsk samskipti á sviði starfsþjálfunar og endurmenntunar
að stuðla að hæfnisuppbyggingu og þekkingartilfærslu með því að vinna að mannaskipt-
um milli fyrirtækja, stofnana og skóla
að efla hlut íslendinga í stjórnun á alþjóðlegum verkefnum
Núverandi formaður Sammenntar er Sigmundur Guðbjarnason, prófessor, en verkefnis-
stjóri er Ágúst H. Ingþórsson.
íslandsnefnd FEANI. Verkfræðingafélag íslands er aðili að FEANI, Evrópusamtökum
verkfræðinga- og tæknifræðingafélaga. í hverju aðildarlandi FEANI starfar landsnefnd og
stendur Verkfræðingafélagið að íslandsnefnd FEANI ásamt Tæknifræðingafélagi íslands.
Félögin skiptast á að hafa formennsku í nefndinni, tvö ár í senn hvort félag, og hefur for-
maður menntamálanefndar gegnt þessu hlutverki s.l. tvö ár. Aðrir í nefndinni eru Oddur
Bjömsson fyrir VFÍ og Gunnar Sæmundsson og Páll Jónsson fyrir TFÍ. Framkvæmdastjóri
félaganna er ritari nefndarinnar.
Formaður íslandsnefndarinnar sótti aðalfund FEANI, sem haldinn var í október s.l. í
Lausanne í Sviss. Aðildarlöndin eru nú 22 og umsóknir frá nokkrum löndum í austurhluta
Evrópu eru í skoðun. Alls eru um ein og hálf milljón félagsbundinna tæknimanna í aðildar-
löndum FEANI. Af þeim fjölda hafa aðeins um þrettán þúsund sótt um svokallaðan Eur.ing.
titil, þar af um tíu þúsund frá Bretlandi.
Framkvæmdastjóm FEANI hefur m.a. byggt áætlanir sínar og afkomu samtakanna á sölu
Eur.ing. titilsins og hafa dræmar undirtektir valdið áhyggjum.
íslenskir verkfræðingar og tæknifræðingar, sem áhuga hafa á störfum í öðrum löndum
Evrópu, ættu að hugleiða að sækja um Eur.ing. titilinn. Þar sem mat er lagt á starfsreynslu við
úthlutun á titlinum, gæti það komið fólki að notum og greitt því leið inn á vinnumarkað
Evrópusambandsins.
Eftirlitsnefnd FEANI á íslandi, en í henni eru fulltrúar beggja félaganna, fer yfir umsóknir
um Eur.ing. titilinn. Skilyrði er að umsækjandi sé félagsbundinn í öðm hvoru félaginu.