Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 36
34 Arbók VFI 1993/94
Eitt helsta mál aðalfundarins að þessu sinni var samþykkt nýrrar áætlunar um stefnumótun
samtakanna. Þar koma fram tvö meginmarkmið FEANl:
A. Að staðfesta faglegt samræmi verkfræðinga og tæknifræðinga í Evrópu.
B. Að leitast eftir að vera sameiginleg rödd verk- og tæknifræðistéttanna í Evrópu,
jafnframt því að viðurkenna fjölbreytileika þeirra.
Til þess að ná þessum markmiðum sínum telur FEANI að festa þurfi Eur.ing. titilinn í
sessi og gera hann eftirsóttan og viðurkenndan, ekki aðeins í Evrópu heldur um allan heim,
sem samnefnara fyrir fagleg störf verk- og tæknifræðinga í Evrópu. Jafnframt þurfi að
auglýsa FEANI sem aðalvettvang upplýsingamiðlunar um verk- og tæknifræðileg málefni á
sem breiðustum grunni.
Annað áhugavert mál á fundinum var samþykkt um stofnun nýs fastaráðs til að fjalla um
faglega síþróun (e. continuing professional development). Vaxandi áhersla er á þennan þátt í
umfjöllun um verkfræðimenntun og er þar bæði rætt um endurmenntun og símenntun. Með
símenntun er þá fremur vísað til áframhaldandi menntunar og viðhalds á sama fagsviði, en
endurmenntun frekar látin skírskota til menntunar út fyrir upphaflegt fagsvið. Til frekari
upplýsinga er vísað til greinargerðar um þátttökuna í aðalfundinum, sem fylgir með þessari
skýrslu.
ABET úttekt. Úttekt ABET-samtakanna á verkfræðináminu við Háskóla Islands fór fram í
mars 1993. Þessi úttekt var gerð að tilstuðlan og frumkvæði Verkfræðingafélagsins, með
tilstyrk frá menntamála- og iðnaðarráðuneytum.
Heimsókn ABET-nefndarinnar stóð yfir dagana 12. til 17. mars, en áður hafði nefndin
farið yfir þær upplýsingar, sem verkfræðideild tók saman í svokölluðum sjálfskoðunarhluta
úttektarinnar. Liður í úttektinni var heimsókn í framhaldsskóla og á vinnustaði sem tengjast
verkfræðistörfum hér á landi.
Skýrsla ABET kom út í september 1993 og var hún kynnt á ráðstefnu, sem Verkfræðinga-
félagið og Háskóli íslands stóðu að í sameiningu 25. febrúar 1994. Einn fulltrúi ABET-
nefndarinnar, Russel Jones, var fenginn til að koma hingað til lands og taka þátt í kynningu á
niðurstöðum skýrslunnar.
Niðurstöður ABET eru yfirleitt jákvæðar fyrir verkfræðideild og Háskólann. Allmargir
punktar eru þó nefndir í skýrslunni um atriði, sem betur mættu fara. Menntamálanefnd átti
gott samstarf við deildarforseta, skrifstofustjóra og kennara verkfræðideildar, við undirbún-
ing og framkvæmd ABET-úttektarinnar og eru þessum aðilum færðar þakkir fyrir. Án virkrar
og jákvæðrar þátttöku deildarinnar hefði úttektin aldrei farið fram.
Tillögur um stefnu VFÍ í menntunarmálum verkfræðinga. Menntamálanefnd hélt á starfs-
árinu áfram með röð funda, þar sem fjallað var um tæknimenntun á íslandi. Til þessara funda
var boðið fulltrúum frá Háskóla Islands, Tækniskóla íslands, menntamálaráðuneytinu og
Alþingi.
I framhaldi af þessari vinnu og með hliðsjón af niðurstöðum ABET-nefndarinnar, hefur
menntamálanefnd sett saman tillögur um stefnu Verkfræðingafélagsins í menntunarmálum
verkfræðinga. Stóð nefndin einhuga að þeirri tillögugerð.
Tillögurnar, sem fylgja hér með í heild, hafa verið kynntar á fundi aðalstjórnar félagsins.
Tveir meginpunktar tillagnanna eru um 5 ára nám til að fá leyfi til að nota starfsheitið
verkfrceðingur og um sérstakan tækniháskóla fyrir verkfræðinám.