Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 37
Skýrsla formanns 35
Lokaorð. Á starfsárinu var lokið við gerð nýs umsóknareyðublaðs fyrir inngöngu í félagið.
Einnig var gerð ný útgáfa af umsóknareyðublaði fyrir ungfélagaaðild, til samræmis við breytt-
ar reglur um það aðildarform.
Menntamálanefnd þakkar framkvæmdastjórn félagsins og starfsfólki gott og ánægjulegt
samstarf. Þá vill formaður nefndarinnar þakka samnefndarmönnum sínuin fyrir skemmtilega
og gefandi samvinnu á undanförnum fjórum árum. Sérstakar þakkir færi ég Þorbirni
Karlssyni prófessor fyrir setu hans í nefndinni sl. fimm ár, en Þorbjörn hefur ákveðið að gefa
ekki kost á sér til áframhaldandi setu í menntamálanefnd VFI.
I erindisbréfi menntamálanefndar er tekið frain að langan tíma taki að setja sig inn í störf
nefndarinnar og sé því æskilegt að nefndarmenn sitji samfellt um lengri tíma. Þessu hefur nú
verið framfylgt um skeið, enda hefur skipan nefndarinnar haldist óbreytt í fjögur ár. Ætti það
að geta talist allgóður árangur út af fyrir sig. Enginn er samt ómissandi og æskilegt hlýtur að
vera að þessir hlutir, sem aðrir, séu endurskoðaðir reglulega.
Guðleifur M. Kristmundsson, formaður menntamálanefndar VFI (sign.)
15.4 Framtíð tæknimenntunar á íslandi
Tillögur menntamálanefndar VFÍ
um stefnu félagsins í menntunarmálum verkfræðinga
1. Verkfræðingur: 5 ára nám
Félagið stefnir að því að setja nýjar lágmarkskröfur varðandi rétt fólks til að nota starfsheitið
verkfræðingur, sem svari 150 einingum eða 5 ára námi við verkfræðideild háskóla eða við
tækniháskóla. Þetta nám jafngildi meistaragráðu í verkfræði við tækniháskóla í Evrópu og
Bandaríkjunum, sem félagið viðurkennir.
2. Tæknifræðingur: 3,5 árs nám
Félagið beiti sér fyrir því að hér á landi verði tekinn upp nýr námsáfangi í verkfræði, til
starfsréttinda og sem undanfari að meistaranámi í verkfræði (verkfræðigráðu), sem svari 105
einingum eða 3,5 árs námi við verkfræðideild háskóla eða við tækniháskóla. Þetta nám veiti
fólki rétt til að nota starfsheitið tæknifræðingur. Það jafngildi B.S. gráðu í verkfræði við
tækniháskóla í Evrópu og Bandaríkjunum, sem félagið viðurkennir. Þeiin sem lokið hafa
þessu námi verði boðin aðild að félaginu.
3. Aukin áhersla á viðskipta- og markaðsgreinar
Leggja ber aukna áherslu á kennslu í viðskipta- og markaðsgreinum til þess að gera verk-
fræðinga hæfari til að takast á við öflun markaða fyrir verkfræðiþekkingu. Þetta nám verði
hluti af sameiginlegum grunni fyriralla verkfræðinema.
4. Aukin áhersla á stjórnun
Kennslu í stjórnunargreinum ber að auka frá því sem nú er. Þetta á einkum við grunnnám
byggingar- og rafmagnsverkfræðinema. Með auknum möguleikum verkfræðinga á að komast
í stjórnunarstöður mun þekking þeirra komast betur til skila til hagsbóta fyrir atvinnulífið.
5. Grunngreinar samhliða verkfræðigreinum
Leggja ber áherslu á að hefja kennslu í verkfræðigreinum fyrr en nú er gert, jafnframt því
sem grunngreinar ilytjist að hluta síðar í námið. Þannig munu færri verkfræðinemar hveifa
frá námi og grunngreinarnar nýtast betur og verða verkfræðingum tamari.
6. Samvinna við atvinnulífið
Nýta ber verkefnavinnu í verkfræðinámi í auknum mæli til að efla samvinnu við atvinnulífið.