Árbók VFÍ - 01.01.1995, Side 39
Skýrsla formanns 37
eftir lagabreytingu, en 5. aðalfundurinn var haldinn í Cork, írlandi, í september 1992.
Núverandi forseti FEANI er Spánverjinn José Medem Sanjuan.
Aðildarlönd FEANI eru nú 22 eftir að Portúgalir gerðust aðilar á þessu ári. Umsóknir um
aðild frá Rúmeníu, Slóvakíu, Litháen og Rússland eru til skoðunar hjá framkvæmdastjóm-
inni. Félagar í aðildarfélögum FEANI frá þessum 22 löndum eru um ein og hálf milljón. Af
þeim fjölda hafa aðeins um 13 þúsund fengið Eur.ing. titilinn. Framkvæmdastjórnin er
nokkuð uggandi vegna umsóknarinnar frá Rússum, þar sem í Rússlandi eru um hálf milljón
starfandi verk- og tæknifræðinga.
Helstu mál á dagskrá fundarins voru:
1. Ný stefnumótunaráætlun
2. Reglur fyrir aukaaðild (associate membership)
3. Stofnun Eur.ing. klúbbs
4. Fjármögnun fyrir vinnuáætlunina Aquaforce II
5. Stofnun nýs fastaráðs til að fjalla um faglega síþróun (Continuing Professional
Development)
6. Fjárhagsáætlun fyrir 1994
7. Kjör þriggja varaforseta
Ekki verður hér farið í hvern ofangreindra liða í smáatriðum, aðeins stiklað á stóru.
I stefnumótunaráætluninni sem lögð var fram eru tvö meginmarkmið FEANI:
A. Að staðfesta faglegt samræmi verk- og tæknifræðinga í Evrópu.
B. Að leitast eftir að vera sameiginleg rödd verk- og tæknifræðistéttanna í Evrópu, jafn-
framt því að viðurkenna fjölbreytileika þeirra.
Til þess að markmiði A verði náð, þarf að festa Eur.ing. titilinn í sessi og gera hann
eftirsóttan og viðurkenndan, ekki aðeins í Evrópu heldur um allan heim, sem samnefnara
fyrir fagleg störí' verk- og tæknifræðinga í Evrópu. Jafnlramt að auglýsa FEANI sem aðal-
vettvang upplýsingamiðlunar um verk- og tæknifræðileg málefni á sem breiðustum grunni.
Þess má geta hér að tvö lönd, Grikkland og Italía viðurkenna ekki Eur.ing. titilinn.
Nokkurrar tregðu gætti varðandi umfjöllun um liði 2, 3 og 4 hér að ofan. Þó má geta þess
að samþykkt var að Evrópusamband byggingarverkfræðinga, E.C.C.E., yrði aukaaðili að
FEANI.
Varðandi Aquaforce II; þá lýstu Austurríki og Holland sig andvíg áætluninni.
Samþykkt var að stofna nýtt fastaráð um faglega síþróun.
Við afgreiðslu tjárhagsáætlunar fyrir 1994 kom fram að FEANI stendur illa fjárhagslega.
Tveir megintekjustofnar eru áskriftargjöld aðildarfélaganna og sala á Eur.ing. titlinum. Gerð
hafði verið áætlun um að 3000 nýir Eur.ing.-ar bættust við árlega en það hefur ekki gengið
eftir.
Varaforsetar FEANI eru sjö. Þrír varaforsetar voru kosnir á fundinum:
1. Matti Hirvikallio, Finnlandi
2. Robert Krapfenbauer, Austurríki
3. Jean Roret, Frakklandi
Framkvæmdastjóri FEANI, M. Guérin, er nýlega orðinn 75 ára gamall og finnst mönnum
að tími sé til kominn að hann fái hvíld. Erfiðleikum er þó bundið að finna eftirmann.
Framkvæmdastjórinn þarf helst að vera verkfræðingur eða tæknifræðingur, en má þó ekki
vera tengdur verk- eða tæknifræðingafélagi í sínu landi. Þá þarf hann að geta búið í París og