Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 44
42 Arbók VFI 1993/94
Útflutningur á tækniþekkingu
Greinargerð nefndar á vegum
Verkfræðingafélags íslands
Inngangur. Stjórn VFÍ skipaði á fyrri hluta árs 1993 undirbúningsnefnd til þess að kanna
möguleika á auknum útflutningi tækniþekkingar og benda á með hvaða hætti VFÍ geti
stuðlað að því að efla þennan þátt í starfsemi verkfræðinga almennt. Eftirtaldir verkfræðingar
eru í nefndinni:
Andrés Svanbjömsson, formaður Edgar Guðmundsson, varaformaður
Gunnlaugur B. Hjartarson Runólfur K. Maack
Sverrir Þórhallsson, Þórður Helgason
Þórhallur Hjartarson Þórólfur Arnason
Svavar Jónatansson tók sæti Runólfs í október 1993.
Nefndin skilaði áfangaskýrslu um niðurstöður könnunarinnar með tillögum um aðgerðir til
stjórnar VFI í júní 1993. Eftirfarandi greinargerð er að verulegu leyti byggð á þeirri áfanga-
skýrslu. Henni er skipt í tvo meginkafla, A og B: Kafli A greinir frá helstu niðurstöðum af
umræðum í nefndinni. Kafli B greinir frá tillögum um aðgerðir af hálfu stjómar VFI, sem
hefjast má handa með að vinna að án tafar.
Sumt af því sem lagt er til er nú þegar komið til framkvæmda, og unnið er að öðrum þátt-
um m.a. í nefndinni, sem falið hefur verið að halda áfram störfum um sinn.
í greinargerð frá ríkisstjórn í júní 1993 um efnahagsaðgerðir segir m.a. svo:
„Við gerð kjarasamninga í vor lýsti ríkisstjórnin sig reiðubúna til samstarfs við samtök
launafólks og atvinnurekenda með það að markmiði að treysta íslenskt atvinnulíf. Þar var
m.a. haft í huga að efla rannsókna- og þróunarstarf, bæta skipulag kynningar á íslenskum
vörum og þjónustu á erlendum vettvangi og stuðla að fjárfestingu erlendra fyrirtækja á
Islandi.
Undirbúningur að þessum aðgerðum er hafinn og stefnt er að því að mótaðar tillögur, sem
unnið verður að í samvinnu við samtök launafólks og vinnuveitenda, liggi fyrir í haust. í því
sambandi mun ríkisstjórnin m.a. auka framlag til rannsókna með sérstaka áherslu á
nýsköpun. Einnig verður komið á vettvangi til umfjöllunar um nýjungar í atvinnulífi og hvað
gera þurfi til þess að nýjar atvinnugreinar geti vaxið og dafnað hér á landi.“
Af þessu má draga þá ályktun að stjórnvöld séu nú móttækilegri en oft áður fyrir nýjum
hugmyndum og tillögum frá verkfræðingum til þess að auka útflutning á tækniþekkingu og
því sé einmitt nú rétti tíminn fyrir VFÍ að beita sér fyrir umbótum.
A Helstu niðurstöður
A1 Utflutningur tækniþekkingar getur verið með ýmsu móti. í störfum verkfræðinga getur
hann verið fólginn m.a. í verktakastarfsemi, ráðgjafarstörfum, hönnunarstörfum, hug-
búnaðarhönnun, verkefnaútflutningi og í störfum við framleiðsluiðnað til útflutnings.
A2 Utflutningur tækniþekkingar er áhugaverður fyrir íslenska verkfræðinga og hægt er að
ná umtalsverðum árangri þegar til lengri tíma er litið. Til þess þarf markaðsaðgerðir
sem taka langan tíma og krefjast markvissra og skipulagðra vinnubragða en untfram
allt þrautseigju. Útflutningur tækniþekkingar er því ekki til þess fallinn að efla
atvinnutækifæri íslenskra verkfræðinga til skamms tíma litið eða með skyndi-
aðgerðum.