Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 47
Skýrsla formanns 45
A15 Starfsemi Þróunarsamvinnustofnunar íslands (ÞSSÍ) styrkir útllutning á tækniþekk-
ingu með kaupum á innlendum vörum og þjónustu, m.a. frá tækniráðgjöfum og verk-
tökum. Velta ÞSSÍ á þessu ári verður um 160 - 170 millj. kr. þar af er helmingur launa-
greiðslur til eigin starfsfólks. ísland ver aðeins um 0,1% af þjóðartekjum sínum í
þróunaraðstoð. Tífalda þyrfti fjármagn til þessa málaflokks ef mæta á skuldbindingum
íslands samkvæmt áskorun Sameinuðu þjóðanna um að hinar betur stæðu þjóðir leggi
um 1,0% af þjóðartekjum sínum til þróunaraðstoðar. Skipuleggja þyrfti starfsemi ÞSSÍ
þannig að framlag til þróunaraðstoðar nýttist á markvissan hátt til eflingar útflutnings
á vörum og þjónustu. Þetta er unnt að gera án þess á nokkurn hátt að draga úr
verðmæti þróunaraðstoðarinnar til viðkomandi verkefna. Þetta gera aðrar þjóðir og eru
ófeimnar að viðurkenna það. Efling ÞSSI ásamt nýrri markmiðasetningu myndi auka
útflutning á tækniþekkingu frá Islandi svo um munar.
A16 Athuga þarf innkaup stórra íslenskra aðila eins og ríkisspítalanna og gá að hvort ekki
sé fýsilegt að framleiða innanlands eitthvað af því sem verið er að kaupa erlendis frá.
Þannig má draga úr gjaldeyrisnotkun þjóðarinnar og skapa ný störf. Sem dæmi má
nefna sprautur, skeiðar og ýmsa bakka sem notaðir eru á spítölunum.
A17 A síðari árum hefur færst í vöxt meðal nágrannaþjóða okkar að þarlend ríkisfyrirtæki
og opinberir aðilar sem kaupa vörur og þjónustu með alþjóðlegu útboði beiti svo-
kölluðum gagnkaupakröfum (offset transactions arrangements). Með kröfum um
gagnkaup við útboð er hinum erlenda verk- eða vörusala gert skylt að útvega hluta af
þeim vörum og þjónustu, sem um er beðið í útboðinu, frá landi verkkaupa. Stundum
er jafnvel gengið svo langt að krefjast útvegunar á alls óskyldunt viðskiptum, er leiða
kunna af sér vörukaup frá viðkomandi landi eða langtímastörf, fyrir allt að sömu
upphæð og verðgildi tilboðsins er.
Gagnkaupakröfum er unnt að beita á öllum sviðum þar sem ríkið er beinn eða
óbeinn stórkaupandi á vörum erlendis frá. A Islandi gætu þessar kröfur átt við urn
kaup á vélurn og búnaði í virkjanir og orkuflutningsvirki, tækjabúnaði sjúkrahúsa,
samskiptabúnaði Pósts og síma, skipa- og flugvélakaup Landhelgisgæslunnar eða
innkaup annarra aðila, sem njóta ríkisábyrgðar, svo að nokkuð sé nefnt. Gagnkaupa-
kröfur eru réttlætanlegar þar sem verulegir hagsntunir fyrir ísland í efnahagslegu tilliti
geta verið í húfi, t.d. við eftirfarandi:
* Byggja upp mikilvægar atvinnugreinar á sviði málmiðnaðar og hátækniiðnaðar,
svo sem fjarskipta- og rafeindaiðnaðar eða á öðrum sviðum háþróaðs iðnaðar og
fjölga þannig atvinnutækifærum á Islandi sem hafa mikil margföldunaráhrif.
* Stuðla að fjárfestingum á Islandi eða fjárfestingum sem eru hagkvæmar fyrir
ísland.
* Opna nýja útflutningsmarkaði eða styrkja fyrirliggjandi markaði verulega.
* Stuðla að gagnkvæmu framsali mikilvægrar tækni og tækniþekkingar (transfer of
technology) og þar með útflutningi á tækniþekkingu frá íslandi.
* Stuðla að hvers konar öðrum aðgerðum sem geta verið hagkvæmar fyrir íslenskt
efnahagslíf.
A18 Erfitt er að meta árangur af störfum verkfræðinga við útflutning á tækniþekkingu
vegna skorts á upplýsingum frá félagsmönnum og vöntun á viðmiðum og mælikvarða.
Hér gæti VFÍ unnið gott starf.