Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 48
46
ArbókVFI 1993/94
A19 Á íslandi vantar skipulagt kynningar- og upplýsingastarf um viðskiptatækifæri sem
kunna að bjóðast erlendis og aðferðir til að beita við að nálgast þau. Hugsanlegt er að
VFÍ geti boðið upp á slíka þjónustu sem fastan lið í starfsemi sinni.
B Tillögur um aðgerðir af hálfu stjórnar VFÍ.
B1 Stjórn VFI getur hafið áróður um hlutverk og gildi verkfræðinnar í þjóðfélaginu.
Ekkert atvinnulíf verður byggt upp nema verkfræðin gegni hlutverki sínu. I þessu
samhengi þarf að undirstrika að skipulag og stjórnun er verkfræði. 1 þessari baráttu á
að fá Háskólann í lið með sér. Imynd verkfræðinnar og þar með VFI þarf að lyfta upp.
B2 Með markvissum aðgerðum hjá opinberum aðilum og með umræðu t.d. í fjölmiðlum
getur VFI skapað þrýstihóp, sem erfitt verður að horfa framhjá. Til þess að fá hljóm-
grunn þarf að fylgja málinu eftir með haldgóðum rökum og tölfræðilegum skýringum
sem sýna fram á það að ávinningur og margfeldisáhrif sem hljótast af úttlutningi á
tækniþekkingu hafa umtalsvert þjóðhagslegt gildi. Þessu þarf að vinna að.
B3 Beita sér fyrir því að verkfræðinám við Háskóla Islands verði gert hagnýtara með til-
liti til markaðs- og sölutækni sem nauðsynlegt er að kunna skil á við útflutning á
tækniþekkingu. Háskóli fslands þyrfti að bjóða upp á nám í markaðsfræðum í
tengslum við verkfræðinám og halda endurmenntunarnámskeið í úlflutningi á tækni-
þekkingu.
B4 Nýsköpunarhæfni verkfræðinga, sérstaklega þeirra yngri, þarf að virkja til að skjóta
stoðum undir atvinnulíf á íslandi. Greiða þarf götu þeirra við að framkvæma hug-
myndir sínar. VFÍ getur stuðlað að þessu með því að hvetja til þess að Tæknigarður
verði búinn allri þeirri aðstöðu sem sambærilegar stofnanir erlendis hafa og starfsemi
hans tilheyrir. Hér má nefna: Fínsmíðaverkstæði, rafeindaverkstæði, tækjaleigu,
bókhaldsaðstoð, fjármögnunarfyrirgreiðslu, markaðsráðgjöf og ódýrt húsnæði.
Tæknigarður á að hafa allt sem þarf til að koma hugmynd í vöru og á markað. Koma
mætti þessu í kring í samvinnu við Iðntæknistofnun sem hefur töluverða reynslu á
þessu sviði.
B5 Beita sér fyrir aukinni fjárhagsfyrirgreiðslu til útflytjenda með eftirfarandi hætti:
* Ræða við iðnaðarráðherra um hinn nýja fjárfestingarbanka sem fyrirhugað er að
stofnsetja með samruna Iðnlánasjóðs og Iðnþróunarsjóðs og tryggja að hann nýtist
verkfræðingum við útflutning á tækniþekkingu betur en áður hefur verið hjá opin-
berum sjóðum. Er þá einkum haft í huga fyrirgreiðsla svo sem með víkjandi
lánum og ábyrgðum við markaðs- og kynningarstarf, tilboðsgerð og gerð
hagkvæmnisathugana. Oska eftir því að VFI fái frumvarp um lög sjóðsins til
umsagnar, og vanda til þeirrar umsagnar.
* Kanna hjá LVFÍ hvort hugsanlegt sé að lífeyrissjóðurinn geti með einum eða
öðrum hætti lagt fram fjármagn í formi lánsfjár eða trygginga til útflutnings á
tækniþekkingu sem stunduð er af félagsmönnum e.t.v. með þátttöku LVFÍ í
sjóðum með stuðning við markaðsaðgerðir að markmiði.
* Athuga hvort stofna beri sérstakan sjóð til að veita áhættufjármagni til verkefnaút-
flutnings og útflutnings á tækniþekkingu, sbr. hugmynd sem lýst er í fskj. 1.
B6 Kanna með viðtölum við hinn danska sjóð, Industrialiseringsfonden for udviklings-
landerne (IFU), hvort og með hvaða hætti íslendingar geti orðið aðilar að þessunt
sjóði og notið fyrirgreiðslu þaðan til jafns við Dani.