Árbók VFÍ - 01.01.1995, Blaðsíða 49
Skýrsla formanns 47
B7 Kanna, hvort íslensk fyrirtæki geti boðið í verkefni sem eru fjármögnuð af þróunar-
sjóði Evrópubandalagsins eftir að EES samningurinn tekur gildi. Gerast áskrifendur
að viðskiptaupplýsingum sjóðsins og kynna meðal félagsmanna.
B8 Beita sér fyrir því að fjármálaráðuneytið heimili fyrirtækjum skattafrádrátt vegna
kostnaðar í tengslum við útflutning á tækniþekkingu, felli niður tryggingargjald af
slíkum viðskiptum og veiti skattaívilnun fyrir starfsmenn þeirra við störf erlendis.
B9 Taka upp viðræður við stjórnvöld um að þau skapi skilyrði fyrir þátttöku opinberra
stofnana í verkefnaútflutningi. Kanna vilja og fjárhagslegan grundvöll til þess að
stofna sameiginleg útflutningsfyrirtæki sjálfstætt starfandi verkfræðifyrirtækja með
Landsvirkjun, Hitaveitu Reykjavíkur, Vegagerðinni, Pósti og síma og e.t.v. fleiri
aðilum, hverjum á sínu sviði.
B10 Taka upp viðræður við Útflutningsráð íslands um það með hvaða hætti megi efla sam-
vinnu Útflutningsráðs og verkfræðinga sem stunda útflutning á tækniþekkingu.
B11 Beita sér fyrir því að stjórnvöld beini þróunaraðstoð í átt til verkefnaútflutnings í
auknum mæli. Taka upp viðræður við utanríkisráðuneytið og stjórn ÞSSÍ um með
hvaða hætti unnt sé að auka þátttöku verkfræðinga í verkefnum ÞSSI, t.d. með
útboðum á verkefnum stofnunarinnar. Athuga hvort unnt sé að koma því í kring að
fulltrúi VFÍ taki sæti í stjórn ÞSSÍ.
B12 Kynna kosti gagnkaupaviðskipta fyrir hlutaðeigandi stjómvöldum og hvetja til þess að
beitt verði gagnkaupakröfum í innkaupum af hálfu opinberra aðila til eflingar útflutn-
ings á íslenskum vörum og þjónustu og stuðla með því að aukinni atvinnu á Islandi.
B13 Kanna með hvaða hætti auka megi samstarf við systurfélög VFI á Norðurlöndunum til
gagns fyrir félagsmenn sem stunda vilja útflutning á tækniþekkingu.
B14 Bjóða til íslands erlendum mönnum með reynslu og sérþekkingu í útflutningi á tækni-
þekkingu til þess að lýsa því, hvernig aðrir nái árangri í þessari starfsemi. E.t.v. mætti
halda námskeið með aðstoð erlendra kunnáttumanna t.d. frá Danida, IFU og
Alþjóðabankanum um útflutning á tækniþekkingu fyrir félagsmenn.
B15 Setja á fót upplýsingastarfsemi á vegum félagsins, t.d. með því að stofna fastanefnd
innan VFÍ sem hafi með höndum málefni útflutnings á tækniþekkingu. Nefndin hafi
m.a. eftirfarandi verkefni og njóti aðstoðar skrifstofu VFI:
* Safna almennum upplýsingum unt útflutning á tækniþekkingu og kynna og veita
fræðslu meðal félagsmanna á skipulegan hátt.
* Kynna möguleika til fjármögnunar og fyrirgreiðslu af hálfu opinberra aðila
* Vinna upp og viðhalda almennum, gagnlegum upplýsingum um útflutning á
tækniþekkingu meðal félagsmanna, aðgerðir, árangur og ávinning sem félags-
menn geta dregið lærdóm af.
* Koma upp kerfi upplýsinga um tengiliði hjá fjölþjóðastofnunum og um verkefni
og viðskiptatækifæri sem eru fjármögnuð og studd af hálfu fjölþjóðastofnana eins
og IBRD, UNDP, NIB, NOPEF, NDF, auk þróunarsjóða Evrópusambandsins.
Kynna fyrir félagsmönnum möguleika á aðstoð og fyrirgreiðslu af hálfu þessara
stofnana og sjóða og aðstoða við að skipuleggja kynningu og skráningu félags-
manna hjá þeim.
* Veita félagsmönnum aðstoð og ráðgjöf varðandi markaðsaðgerðir erlendis.