Árbók VFÍ - 01.01.1995, Blaðsíða 51
Skýrsla formanns 49
Þær niðurstöður sem settar eru fram hér á eftir ber að taka sem tillögur sem eftir er
að útfæra nánar. Óhjákvæmilegt er að leggja verulega vinnu í frekari útfærslu þeirra
eigi þær að koma að notum.
Inngangur. í eftirfarandi skrifum er gert ráð fyrir því að verkfræðingum sé nauðsynlegt að
hafa með sér félag er annist sameiginlega hagsmuni þeirra og sé vettvangur skoðanaskipta á
starfssviði þeirra.
Einnig er gengið út frá því að þjóðfélaginu sé mikilvægt að verkfræðingar hafi með sér
félag er láti til sín taka málefni verkmennta, framkvæmda og tækni á víðum grunni, félag sem
efli þennan þátt menningar í íslensku samfélagi. Við gerum ráð fyrir að þorri félagsmanna sé
hlynntur þessum grundvallarviðhorfum og að þau séu lykilatriði í hollustu þeirra við félagið.
Félagatala Verkfræðingafélags íslands hefur um nokkurra ára skeið staðið í stað eða farið
lækkandi, þrátt fyrir þá staðreynd að verkfræðingum hefur fjölgað um 50 til 60 á ári undan-
farin ár. Árið 1987 voru félagar 1088 talsins. Nú árið 1993 eru þeir 975. Þetta sýnir að hundr-
uð verkfræðinga standa nú utan Verkfræðingafélagsins, jafnvel á höfuðborgarsvæðinu einu.
Þetta bendir til þess að félagið höfði ekki til verkfræðinga sem skyldi. Hér verður gerð
tilraun til þess að skoða markmið, skipulag, rekstur og þróun félagsins í því skyni að leita
eftir þeim veikleikum í starfseminni sem gætu hafa valdið fráhvarfi sumra verkfræðinga frá
eigin félagi og settar fram hugmyndir sem líklegar þykja til úrbóta.
Markmið
Samkvæmt lögum félagsins eru markmið þess eftirfarandi:
að efla verkfræðilega og vísindalega þekkingu félagsmanna,
að auka gagnkvæm kynni þeirra,
að stuðla að tækniþróun í landinu,
að auka álit verkfræðilegrar og vísindalegrar menntunar,
að auka þekkingu og skilning á starfi verkfræðinga,
að gæta hagsmuna stéttarinnar í hvívetna.
Félagið vinnur að markmiðum sínum m.a. á eftirfarandi hátt:
að halda fundi um áhugamál félagsmanna,
að halda uppi fræðslustarfsemi, svo sem námskeiðum og erindaflutningi,
að efna til skoðunarferða,
að gefa út Tímarit VFÍ og Fréttabréf VFÍ og stunda aðra útgáfustarfsemi,
að stuðla að starfsemi sérgreinadeilda, sem fjalla um málefni hinna ýmsu verkfræðigreina,
að stuðla að starfsemi hagsmunafélaga, er gæta hagsmuna stéttarinnar,
að hafa tengsl við samtök verkfræðinga erlendis,
að hafa tengsl við samtök háskólamenntaðra manna hérlendis og erlendis.
Ekki verður annað sagt en að félagið hafi raunverulega unnið að öllum þessum mark-
miðum. í því skyni hefur það meðal annars rekið skrifstofu undir stjórn framkvæmdastjóra í
fullu starfi auk aðstoðarmanns.
Athyglisvert er að félagið stuðlar með starfsemi sinni að hagsmunum allra verkfræðinga
og heldur uppi nafni þeirra, hvort sem þeir eru í félaginu eða ekki.