Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 53
Skýrsla formanns 51
Þannig hefur risið m.a.: Steinsteypufélag, Lagnafélag, Ljóstæknifélag, Skýrslutæknifélag,
Brunatæknifélag, Hagræðingarfélag, Gæðastjórnunarfélag, Tölvutæknifélag o.s.frv.
Þessum félögum fer ört fjölgandi sem bendir til að þróunin gangi í þessa átt. Hafi menn
áhuga á þessum sviðum geta þeir fullt eins sinnt faglegum hugðarefnum sínum í slíkum sér-
félögum eins og í VFI.
Reglur um félagaaðild í þessum félögum stinga mjög í stúf við reglur Verkfræðingafélagsins
þar sem öllum er úthýst sem ekki uppfylla strangar menntunarkröfur sem félagið setur, enda
jafngildir félagsaðild í raun viðurkenningu á því að viðkomandi sé og megi starfa sem verk-
fræðingur.
Spurningin er hvort ekki verði að fylgja þróuninni og aðskilja réttindin til þess að kalla sig
verkfræðing og félagsaðild að Verkfræðingafélaginu í því skyni að taka upp starfshætti þess-
ara vinsælu félaga þannig að VFÍ sé opið öllum sem áhuga hafa á markmiðum félagsins. Það
gæti opnað farveg fyrir fjölgun margvíslegra fagfélaga innan félagsins eða einfaldlega
yfirtöku einhverra af núverandi fagfélögum með aukinni starfsemi sem væntanlega myndi
höfða til margra verkfræðinga sem ekki hafa séð hag af veru í félaginu hingað til.
í þessu sambandi er rétt að benda á að markmið félagsins virðast geta höfðað til margra
stétta sem skyldar eru verkfræðingum og væntanlega með lítils háttar orðalagsbreytingum til
mikils fjölda stétta.
Félagsgjöld
Til þess að standa straum af kostnaði við starfsemi félagsins svo sem skrifstofu, útgáfu, fundi
o.s.frv. hefur félagið orðið að hafa verulegar tekjur. Þær hafa nær eingöngu verið í formi
félagsgjalda. Verkfræðingur sem er í einni af ofangreindum fagdeildum greiðir kr. 22.000 og
að auki kr. 10.000 ef hann er félagi í stéttarfélaginu. Mat verkfræðinga sem ekki eru í VFÍ
virðist vera að hagsmunir þeirra af því að vera í félaginu nemi ekki verðmæti félagsgjald-
anna.
Árgjöld þverfaglegu félaganna eru miklu lægri en Verkfræðingafélagsins enda eru þetta
áhugamannafélög sem kaupa oft skrifstofuþjónustu hjá t.d. Stjórnunarfélaginu sem er ódýrt
vegna þess að hún fellur þægilega inn í þeirra starfsemi. Spurningin er hvort Verkfræð-
ingafélagið gæti ekki einnig boðið svona þjónustu.
Rétt er að geta þess að sambærileg félög við VFÍ hérlendis virðast ekki vera rekin með
lægri félagsgjöldum. Þau virðast yfirleitt síst standa betur en Verkfræðingafélagið og jafnvel
líta til þess sem fyrirmyndar. Félagsgjöld verkfræðingafélaganna á Norðurlöndum eru svipuð
og hjá VFÍ. Hjá stærri þjóðum finnast hins vegar sambærileg félög með mun lægri félags-
gjöld, en samt er hækkun þeirra hitamál.
Spyrja má hvort ekki sé rétt að skera einfaldlega niður kostnað, hætta t.d. rekstri skrifstof-
unnar. Við það verður félagið hreint áhugamannafélag, vanmegnugt til þess að annast
hagsmuni verkfræðinga og halda uppi merki þeirra. Ætli menn sér hins vegar að halda starf-
semi félagsins óbreyttri verður ekki betur séð en að hún lognist út af fyrr eða síðar.
Afl fólgið í félaginu
Verkfræðingafélagið býr yfir gríðarlegu afli til góðra hluta og aukinnar starfsemi fyrir verk-
fræðinga. Félagið á glæsilega húseign, hið ákjósanlegasta félagsheimili fyrir viðamikla starf-