Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 55
Skýrsla formanns 53
* Stjórn félagsins hvetji til og opni möguleika á að stofnaðir verði faghópar (leshringir)
sem fái aðstöðu í Verkfræðingahúsi. Slíka hópa mætti stofna um hvert það fagmálefni
sem áhugi beinist að hverju sinni og starfsemi þeirra gæti opnað á öflugt starf og
umræðu innan félagsins, þvert á hina hefðbundnu deildaskiptingu.
4. Félagið geri sig meira gildandi í þjóðfélaginu.
Félag verkfræðinga þyrfti að láta meira á sér bera í verk- og tæknimálum þjóðfélagsins og
varðandi menntun verkfræðinga og endur- og símenntun félagsmanna sinna. Tilgangurinn
væri að auka áhrif félagsins og afl í þjóðfélaginu, og þar með möguleika verkfræðingastéttar-
innar til að hafa jákvæð áhrif á þróun þjóðfélagsins.
í þessu samhengi leggjum við áherslu á eftirfarandi atriði:
a. Lagt er til að stofnaðar verði fastanefndir innan félagsins sem fjalli um ákveðna þætti
þjóðfélagsins. Sem dæmi má nefna:
* Samstarfsnefnd VFÍ og verkfræðideildar HÍ (og e.t.v. Tækniskólans einnig) fjalli um
skipulag verkfræði- og tæknimenntunar í landinu, málefni deildarinnar og símenntun
tæknimanna. Lagt er til að þessi nefnd verði sett á laggirnar sem fyrst.
* Rannsóknanefnd fjalli um fjárveitingar, skipulag og verkefnaval rannsókna á sviði
verkfræði, vísinda og atvinnulífs.
* Nefnd er fjalli um forgangsröð opinberra framkvæmda í landinu, gæði verka o.fl.
* Nefnd er fjalli um gæði, skipan og hagkvæmni verkfræðiþjónustu.
* Nefnd er fjalli um nýjungar í verkfræði og kynningu á þeim.
b. Móta þarf skýrara hlutverk VFI í endurmenntunarmálum (símenntun). Símenntun
verður stöðugt mikilvægari í nútímaþjóðfélagi og þarf að vera stöðugur ævarandi ferill.
Verkfræðingar, og aðrir ekki síður, þurfa að verða þess áskynja að VFÍ leiki stórt hlutverk
í símenntun tæknimanna.
c. Aðalfundir félagsins verði með ársfundarsniði þar sem erindi verði flutt um aðkallandi
mál og ályktanir samþykktar um málefni þjóðfélagsins. Slíkt aðalfundarform tíðkast hjá
ýmsum áhrifamiklum félögum og með því mætti breyta ímynd félagsins og auka áhrif þess
ef vel tekst til.
d. Talsmannakerfið, sem sett var á fót innan félagsins fyrir tveim árum, þarf að lagfæra
til þess að það nái að verða það öfluga samband út í þjóðfélagið sem því var ætlað að vera.
e. Félagið þarf að huga að sköpun jákvæðrar ímyndar verkfræðingsins í þjóðfélaginu.
Áherslu þarf að leggja á að sýna verkfræðinginn sem fjölmenntaðan, jákvæðan og ábyrgan
þjóðfélagsþegn. Norrænu verkfræðingafélögin hafa lagt mikla rækt við þetta svið og má
hafa þeirra starf til fyrirmyndar. Innan félagsins á að geta þrifist ýmis menningarstarfsemi
og umfjöllun um ótæknileg mál.
f. Endurskoðað og víðtækara starfssvið félagsins gæti kallað á nafnbreytingu í Verk-
fræðifélag Islands. Lagt er til að byrjað verði á að gefa húsi félagsins heitið Verkfræðihús,
sem hugsanlegt skref í þessa átt. Húsið verði merkt hið allra fyrsta, á áberandi hátt. Nafnið
Verkfræðihús er þjálla og fer betur að okkar mati en Verkfræðingahús, og svo kann að
fara að nafnbreyting félagsins fylgi á eðlilegan hátt í kjölfarið.
5. Endurskoða innra skipulag félagsins.
Einkum þarf að endurskoða eftirfarandi atriði: