Árbók VFÍ - 01.01.1995, Blaðsíða 59
Skýrsla formanns 57
alla verkfræðinga á íslandi, óháð félagsaðild, en full þörf er á fyrir VFÍ að hafa heildarsýn
yfir alla verkfræðimenntaða menn á íslandi..
Fyrir seinasta aðalfund hafði verið yfirfarin og slegin inn á tölvu nafnaskrá VFÍ, FRV, SV
og LVFI þannig að nokkuð var ljóst þá, hverjir væru félagsmenn þessara aðila. Einnig var
búið að skrá inn mikið af nöfnum þeirra verkfræðinga sem fengið hafa afgreiðslu og jákvæða
umsögn hjá VFÍ til að kalla sig verkfræðing samanber bréf til iðnaðarráðuneytis.
Langt var komið með að skrá inn nöfn þeirra er útskrifast hafa með verkfræðipróf frá
Háskóla Islands, en til stóð að fá skrá frá verkfræðideild til samlesturs. Starfsfólk skrifstofu
hefur aðstoðað nefndina við skráningu. Þáverandi formenn kynningarnefndar og starfsmiðlun-
arnefndar Guðrún Ólafsdóttir og Anna Þóra Gísladóttir veittu skráningarnefnd ómælda
aðstoð. Skipt var í tveggja manna vaktir sem unnu utan hefðbundins vinnutíma og var starfs-
fólk skrifstofu annar aðilinn á öllum vöktunum.
Stéttarfélag verkfræðinga tók að sér að lagfæra skráningarforritið, gera það samvirkara og
koma því yfir á aðgengilegt form í Windows umhverfi, en erfitt er að vinna með skráðar
upplýsingar. Af þessu hefur því miður ekki orðið og hætt er við að þessi gífurlega vinna sé
orðin úrelt, þar sem upplýsingum hefur ekki verið haldið við.
16.17 Orlofshúsanefnd VFÍ og SV
Félagsmenn spyrjast af og til fyrir um hvort VFÍ geti ekki gert eitthvað í orlofshúsamálum og
eru þá nefnd jarðarkaup, sumarhús, íbúðir hérlendis eða erlendis. Sama spurning er borin upp
við SV. Formenn VFÍ og SV tóku að sér á seinasta ári að kynna sér hvaða möguleikar helstir
kæmu til greina. Ekkert hefur formlega komið fram um niðurstöður formannanna, en málið
verður án efa kannað áfram. Þó hefur heyrst að mikið framboð sé á sumarhúsum og erilsamt
og kostnaðarsamt að standa undir rekstri þeirra. Án orlofssjóða sé erfitt að hugsa til stór-
framkvæmda.
16.18 Kjörnefnd aðalfunda VFÍ
Nefndin yfirfer kjörseðla fyrir aðalfund og gætir þess að farið sé að félagslögum varðandi
kosningu varaformanns og meðstjórnenda.
16.19 Félagatal VFÍ
Félagsmönnum finnst þægilegt að hafa félagatal með nöfnum, símanúmerum og heimilis-
föngum félagsmanna. Árni Árnason fulltrúi útgáfunefndar tók að sér að útbúa nýtt félagatal
fyrir prentun. Hann hefur með aðstoð Eggerts Þorgrímssonar (eins af höfundum félagafor-
ritsins BETU) samhæft og sett upp félagatal sem er nánast tilbúið til prentunar.
16.20 Starfsheitisnefnd VFÍ, TFÍ OG AÍ
Þann 3. mars 1992 skipaði VFÍ fulltrúa í samstarfsnefnd VFÍ, TFÍ og AÍ. Nefndin er enn í
viðræðum og samstarfi við fulltrúa iðnaðarráðuneytis, en leitast verður við að finna varan-
lega lausn á afgreiðslu á starfsheiti verkfræðinga, tæknifræðinga og arkitekta.
Nefndina skipa:
Vífill Oddsson fráfarandi formaður VFÍ Páll Á. Jónsson varaformaður TFÍ
Sigurður Harðarson fv. formaður og framkvæmdastjóri AÍ.
16.21 Merkisnefnd VFÍ
Merkisnefnd vinnur tillögur til framkvæmdastjórnar að heiðursveitingum VFÍ.