Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 68
66
Arbók VFI 1993/94
leika byggðar. Einnig fjallaði hann um hvernig fólk metur áhættu í umferðinni. Fyrirlesturinn
var í alla staði hinn áhugaverðasti. Haraldur starfar sem verkfræðingur á umferðardeild
Borgarverkfræðings.
Aðali'undur BVFÍ 1994. Aðalfundur BVFÍ var haldinn í húsnæði Vita- og hafnamálaskrif-
stofunnar að Vesturvör 2 Kópavogi, föstudaginn 13. maí 1994. Gunnlaugur B. Hjartarson,
formaður setti fundinn og flutti skýrslu stjórnar. Fjallað var um störf félagsins að útflutn-
ingsmálum en Gunnlaugur var fulltrúi BVFÍ í útflutningsnefnd VFÍ. Gjaldkeri félagsins,
Friðrik H. Guðmundsson flutti reikningsskil.
Einar B. Pálsson flutti skýrslu um störf orðanefndar byggingarverkfræðinga á liðnu starf-
sári. Nokkrar umræður urðu um hvernig hægt væri að fjármagna þetta mikilvæga starf
orðanefndar. Samþykkt var að stjórn BVFÍ starfsárið 1994-1995 skipi nefnd sem kanni leiðir
til fjármögnunar orðanefndar. Nefndin skal koma með tillögu til stjórnar BVFÍ, og fullbúna
tillögu og framkvæmdaáætlun er verði lögð fyrir næsta aðalfund BVFÍ vorið 1995.
Ný stjórn var kosin en því miður gleymdist að þakka fráfarandi stjórnarmönnum þeim
Friðriki H. Guðmundssyni og Gísla Karel Halldórssyni fyrir þeirra störf og vil ég því nota
tækifærið og þakka þeim fyrir óeigingjarnt starf síðustu ár en Friðrik hefur verið í stjórn
síðustu þrjú ár og Gísli í tvö. Nýja stjórnin skipti með sér verkum á eftirfarandi hátt. Gunnar
Valur Gíslason formaður, Gunnlaugur B. Hjartarson ritari, Baldvin Einarsson gjaldkeri, og
Gunnar Ingi Ragnarsson varaformaður.
I lok fundarins sýndu starfsmenn Vita- og hafnamála fundarmönnum glæsilega rannsókn-
araðstöðu og Iíkan af Hornafjarðarósi sem var í smíðum. Stjórnin vill koma fram þakklæti til
þeirra fyrir þær góðu móttökur sem þeir sýndu félagsmönnum.
Fyrir höncl BVFI, Gunnlaugur B. Hjartarson
2 Orðanefnd BVFÍ
Byggingarverkfræðideild Verkfræðingafélags íslands stofnaði orðanefnd byggingarverk-
fræðinga árið 1980. Hefur nefndin starfað óslitið frá 1. des. 1980. Framan af starfaði hún í
einum hópi, en vegna mikilla verkefna var henni skipt í tvo vinnuhópa A og B árið 1988, og
jafnframt hefur nefndarmönnum fjölgað.
Arið 1993 störfuðu 13 verkfræðingar í nefndinni, svo sem hér segir:
Bragi Þorsteinsson, Verkfræðistofu Braga Þorsteinssonar og Eyvindar Valdimarssonar hf.
Einar B. Pálsson, Verkfræðistofnun Háskóla Islands
Eymundur Runólfsson, Vegagerðinni
Halldór Sveinsson, verkfræðingur
Hjörtur Þráinsson, Verkfræðistofnun Háskóla íslands
Jens Bjarnason, Háskóla íslands
Ólafur Jensson, verkfræðingur
Páll Flygenring, verkfræðingur
Pétur Ingólfsson, Verkfræðistofu Stefáns Ólafssonar hf.
Ragnar Sigbjörnsson, Háskóla íslands
Sigmundur Freysteinsson, Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen hf.
Sigurður Brynjólfsson, Háskóla fslands
Sigurður Erlingsson, Háskóla íslands