Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 69
Skýrslur undirdeilda
67
Einn nefndarmaður, Pétur Ingólfsson, hvarf frá störfum í nefndinni á árinu 1993. Hann var
tilnefndur í hana í upphafi, árið 1980, ásamt Einari B. Pálssyni og Jónasi Frímannssyni. í
nefndina bættust Jens Bjarnason, sem hafði starfað með nefndinni 1988-89 og Sigurður
Erlingsson.
Formaður nefndarinnar er Einar B. Pálsson. Orðanefndin nýtur aðstoðar málfræðings, sem
íslensk málnefnd leggur henni til. Það er dr. Halldór Halldórsson, prófessor. Hann situr alla
fundi nefndarinnar og undirbýr einnig mál milli funda ásamt formanni. Auk nefndarmanna
komu ýmsir aðrir sérfræðingar og gestir á fundi.
Verkefni orðanefndar er að búa til heilsteypt íðorðakerfi fyrir hverja grein byggingarverk-
fræðinnar, svo að ræða megi og rita um hana á fullgildri íslensku og af þeirri fræðilegu
nákvæmni sem við hæfi er.
Einingar íðorðakerfis eru hugtökin, sem fræðigrein byggist á. Iðorðasafn nefndarinnar er
því safn íslenskra skilgreininga á hugtökum ásamt íslenskum íðorðum um þau og samsvar-
andi íðorðum á nokkrum erlendum tungum. Nefndin leitast við að leysa verkið af hendi í
samræmi við þá íðorðafræði (termínólógíu), sem hefur verið að þróast í öðrum löndum á
undanförnum árum, og í samræmi við leiðbeiningar Alþjóðlegu staðlastofnunarinnar (ISO)
um það efni.
Verður nú getið starfa hvors vinnuhóps um sig á árinu 1993.
Vinnuhópur A. í honum voru Bragi Þorsteinsson, Einar B. Pálsson, Eymundur Runólfsson,
Halldór Sveinsson, Ólafur Jensson, Páll Flygenring, Pétur Ingólfsson og Sigmundur
Freysteinsson.
Fundir voru haldnir reglulega einu sinni í viku, síðdegis á þriðjudögum, nema um
hásumarið. Þeir voru haldnir í húsakynnum Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68. Enn sem
fyrr á orðanefnd Landsvirkjun þökk að gjalda fyrir gestrisni.
Vinnuhópurinn hélt 32 fundi á árinu 1993. Á þeim var að langmestu leyti fjallað um
hugtök, er varða fráveitur, alls um 120 hugtök. Einar B. Pálsson hefur annast undirbúning
þessa safns frá upphafi, en í ársbyrjun 1993 gekk Ólafur Jensson til liðs við hann og leysti
meiri hluta þess verks af hendi á árinu. Tveir síðustu kaflar orðasafns urn fráveitur fjalla um
umhverfi og mengun. Ný lög voru sett á árinu um mat á umhverfisáhrifum, og lét orða-
nefndin til sín taka við Alþingi um orðaval í því efni.
Vinnuhópur B. I honum voru Einar B. Pálsson, Hjörtur Þráinsson, Jens Bjarnason, Ólafur
Jensson, Ragnar Sigbjörnsson, Sigurður Brynjólfsson og Sigurður Erlingsson. Þeir Einar og
Ólafur voru því í báðum vinnuhópum.
Vinnuhópurinn hélt 22 fundi á árinu, oftast síðdegis á föstudögum. Fundirnir voru haldnir
í húsakynnum Verkfræðistofnunar Háskóla íslands.
Verkefni vinnuhópsins er orðasafn um aflfræði, og var fjallað um 114 hugtök á því sviði.
Þau voru um sveiflur og bylgjur. I framhaldi af því vann vinnuhópur B að orðasafni um
jarðskjálfta. Það á að verða síðasti kaílinn í því orðasafni um jarðfræði, sem vinnuhópur A
hefur áður unnið að. Var fjallað urn 36 jarðskjálftahugtök á árinu, svo að vinnuhópur B hefur
alls unnið við 150 hugtök árið 1993. Einar B. Pálsson undirbjó þetta efni með aðstoð Hjartar
Þráinssonar.
Vegagerðin birtir íðorðaskrár til reynslu í tímariti sínu „Vegamál“. Árið 1993 voru birtar
þannig 6 síður (A4) af orðasafni um jarðfræði með 89 hugtökum, en áður höfðu verið birtar