Árbók VFÍ - 01.01.1995, Side 71
Skýrslur undirdeilda
69
og Stefán Arndal stöðvarstjóri. Starfsemi fjarskiptastöðvarinnar er tvíþætt, annars vegar
strandstöðvaþjónusta sem sér um fjarskipti við skip, báta og bíla. Hins vegar sér hún um
þjónustu við alþjóðaflugið yfir Norður-Atlantshaf, sem felst í radíósambandi við flugvélar og
skeytasamskiptum á milli erlendra og innlendra aðila. Eftir stækkun og breytingar er að-
staðan ein sú fullkomnasta sinnar tegundar í heiminum í dag. Afkastagetan er mikil og vinna
70 manns í stöðinni á vöktum allan sólarhringinn. Athyglisvert er að mikið af hugbúnaði sem
notaður er hefur verið þróaður hér á landi. Um 40 manns mættu í Gufunesið og var starfsfólki
stöðvarinnar og póst- og símamálastjóra þakkað í lokin fyrir frábærar móttökur.
278. fundur RVFÍ var haldinn 23. febrúar 1994. Fyrirlesari var Egill Másson, tölvunar-
fræðingur, Taugagreiningu hf. og fjallaði hann um tauganet, bakgrunn þeirra og notkun.
Gullöld tauganetanna var í kringum 1955-1965, en þá kom verulegur afturkippur í notkun og
þróun þeirra. Endurreisn átti sér síðan stað í kringum 1980 og eru tauganet í dag notuð til að
leysa margs konar vandamál. Uppbygging tauganetanna er ekki ósvipuð að grunni til og
taugafrumur og tenging þeirra við aðrar taugafrumur. Nokkur dæmi voru nefnd um notkun
tauganeta: greiðslumat, flokkun fisks og kjöts, nær-innrauð gleypiróf, myndþjöppun og
flokkun svefnslínurits. Aðeins sóttu 25 manns fundinn.
Þann 23. mars var fimmti fundur starfsársins og 279. fundur RVFÍ haldinn. Fyrirlesari var
Jakob Björnsson, orkumálastjóri, sem tók til umfjöllunar efnið orka, umhverfi og efnahagur.
Kom Jakob víða við í sínu erindi sem var hið fróðlegasta. Studdist Jakob í erindi sínu við
nýlega athugun sem Alþjóða orkuráðið, World Energy Council (WEC) hefur nýlega lokið við
á orkumálum heimsins fram til 2020. Mannfjöldaspá SÞ gerir ráð fyrir að á 30 ára tímabilinu
1990-2020 fjölgi íbúum jarðar úr 5,3 milljörðum í 8,1 milljarða. Um 87% þessarar fjölgunar
er talinn muni verða í þróunarlöndunum. Þessi mikla fólksfjölgun er meginorsök þess vanda
sem við verður að glíma á næstu áratugum við að samhæfa efnahagslegar framfarir í þessum
löndum og vaxandi notkun orku þeim samfara við verndun umhverftsins. Skoðuð voru fjögur
mismunandi tilvik. Eitt lagði höfuðáherslu á hagvöxt í þróunarlöndunum, og nefndist hag-
vaxtartilvik, annað á verndun umhverfisins, ekki síst takmörkun á losun svonefndra
gróðurhúsalofttegunda, og nefndist það vistknúið tilvik. Hið þriðja þræddi bil beggja og
nefndist viðmiðunartilvikið og má líklega teljast sennilegasta sviðsmyndin af stöðunni 2020.
Fjórða tilvikið, svonefnt breytt viðmiðunartilvik, víkur í nokkrum atriðum frá viðmiðunartil-
vikinu. Niðurstöður athugunarinnar leiða í ljós að langsamlega stærstur hluti aukningar bæði
hvað varðar orkunotkun og losun á C02 er í núverandi þróunarlöndum, en mjög lítill hluti í
OECD-ríkjunum. Jarðefnaeldsneyti, þ.e. kol, olía og jarðgas, sjá fyrir 66-76% af orkuþörf
heimsins 2020 samkvæmt úttektinni. Að lokum fjallaði Jakob um íslenskar orkulindir með
tilliti lil efnahags og umhverfis. í lokin vitnaði hann í heimspekinginn Francis Bacon: „Til
þess að öðlast vald yfir náttúrunni verður maðurinn að hlýða lögmálum hennar“. Ef maðurinn
fylgir þessu heilræði ntun honum vel farnast í samskiptum sínum við náttúruna og hún mun
launa honum ríkulega af auðlindum sínum.
Aðalfundur RVFÍ var haldinn 4. maí 1994 og fjallaði Ólafur Vigfússon þar um þann þátt
íslensks iðnaðar sem lýtur að gerðarprófun rafbúnaðar og sagði frá sinni reynslu á því sviði.
Byggir Ólafur á ferli gerðarprófunar 12 kV aflrofaskápa, sem Tryggvi Þórhallsson lét gera á
árinu 1992. Ekki var tilviljun að ráðist var í þær prófanir, heldur var það liður í þróun sem átti
sér stað á löngum tíma.