Árbók VFÍ - 01.01.1995, Blaðsíða 72
70
ArbókVFI 1993/94
Undanfarin ár hafa kröfur um persónulegt öryggi viðhalds- og rekstrarmanna og rekstar-
öryggi í raforkukerfinu síaukist og auknar kröfur verið gerðar um gerðarprófanir búnaðar í
aðveitustöðvar og dreifistöðvar. Islenskir framleiðendur hafa nú komið til móts við þessar
kröfur og fyrirtæki Tryggva Þórhallssonar lét árið 1992 gerðarprófa sína aflrofaskápa í fyrsta
sinn. Skápar þessir eru að öllu leyti íslenskir en voru gerðarprófaðir erlendis. Aðilar sem hafa
sérhæft sig í þessum prófunum eru t.d. KEMA í Hollandi og VOLTA í Frakklandi.
Ólafur lýsti ferli því sem framleiðandinn gengur í gegnum þegar aflrofaskápar eru próf-
aðir, hvers konar próf eru gerð á skápunum og hvernig er staðið að þeim. Hann fór nokkrum
orðum um sögu fyrirtækis Tryggva Þórhallssonar og lýsti aðdraganda þess að þeir fóru út í að
prófa aflrofaskápa. Þetta kom til v.þ.a. þeir gerðu tilboð í búnað fyrir RARIK og RR en gerð
var krafa um gerðarprófanir aflrofaskápa í báðum þessum útboðum. Kaupendur tóku tilboði
þeirra á þeim forsendum að gerðar væru fullnægjandi prófanir á búnaðinum og niðurstöður
þeirra yrðu jákvæðar. Ólafur lýsti ferli því sem skáparnir gengu í gegnum. Forsenda þess að
hægt sé að gera gerðarprófanir á búnaði er að pantanir séu stórar og er spurning hvort þetta
svari kostnaði fyrir framleiðendur. Þetta er mjög dýrt skref, um 10 milljón króna, en fram-
leiðandi hefur gefið eftirfarandi rök fyrir ákvörðun sinni: „Þetta eru kröfur þeirra sem kaupa
framleiðsluna, framleiðandinn kynnist frekar veikleika og styrkleika vörunnar, þeir fá trygg-
ingu um að eigin búnaður og aðkeyptur vinni eðlilega saman, framtíðarsala ætti að aukast og
möguleiki er á markaðssókn og tryggari samkeppnisstöðu á íslenska markaðinum. Aukin
reynsla getur nýst til frekari vöruþróunar og jafnvel útflutnings“. Einnig telja þeir sig hafa
öðlast ákveðna sérþekkingu sem gæti nýst orkuframleiðendum og rafveitum vel.
I fráfarandi stjórn áttu sæti: Steinar Friðgeirsson, formaður, Guðmundur Ólafsson, stallari,
Helga Jóhannsdóttir, ritari og Hermann Steingrímsson, gjaldkeri, en hann kom inn í stjórnina
í stað Jóns Helga Einarssonar sem hvarf til starfa erlendis á sl. hausti.
Ný stjórn RVFI fyrir starfsárin 1994-1995 er skipuð eftirtöldum:
Guðmundur Ólafsson (eldri) formaður
Jón Þóroddur Jónsson stallari
Auður Freyja Kjartansdóttir gjaldkeri
ívar Már Jónsson ritari
Endurskoðendur voru kjörnir Gísli Júlíusson og Guðmundur Ólafsson (yngri).
Hinn nýi formaður stefnir að því að kanna hvort áhugi sé fyrir auknu samstarfi milli raf-
magnsdeildar Tæknifræðingafélagsins og RVFÍ.
Orðanefnd RVFI hefur sem áður starfað ötullega á árinu og gerði formaður hennar, Bergur
Jónsson, grein fyrir störfum hennar með skýrslu til aðalfundar.
Sem fyrr ber að stefna að því að allir verkfræðingar séu meðlimir í VFI og sínu fagfélagi.
Þrátt fyrir góða viðleitni stjórna RVFÍ að undanförnu virðist árangurinn ekki vera sem
erfiðið. Er leitt til þess að vita að verkfræðingar jafnvel í vel launuðum störfum skuli hlaup-
ast undan merkjum og neita að taka þátt í því starfi og þeirri uppbyggingu sem VFÍ stendur
fyrir til hagsbóta fyrir alla verkfræðinga. Hér þarf að verða hugarfarsbreyting sem stjórn VFÍ
sem og stjórnir fagfélaganna þurfa að vinna sameiginlega að því að verði.
f.h. RVFÍ, Steinar Fríðgeirsson