Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 73
Skýrslur undirdeilda 71
Mynd 1 Orðanefnd RVFI 1994. Aftarí röð frá vinstri: Hreinn Jónasson, Jón Þóroddur Jónsson,
Sœmundur Óskarsson, Ármann Ingasson, oi; Þorvarður Jónsson. Fremri röð frá vinstri: Sigurður
Briem, Bergur Jónsson formaður, Gísli Júlíusson og Ivar Þorsteinsson. A myndina vantar Guðrúnu
Rögnvalda rdóttu r.
4 Orðanefnd RVFÍ
Liðnir eru 384 dagar frá síðasta aðalfundi RVFÍ, 14.04.93, þegar þessi fundur er haldinn. Á
þeim tíma hefur Orðanefnd einungis haldið 25 fundi. Það telst vera fundur á u.þ.b. 15 daga
fresti að meðaltali á tímabilinu, en þegar tekið er tillit til þess að nefndarmenn unndu sér 16
vikna sumarleyfis og 4 vikna haustleyfis, eykst fundartíðnin í fund á tæpra 10 daga fresti þá
mánuði, sem nefndin þingaði. Meðalfundarsókn var 6,0 manns á fundi og nefndarmenn sóttu
að jafnaði 62,8% funda.
Á aðalfundi RVFÍ 1993 voru eftirtaldir félagsmenn endurkosnir til starfa í orðanefnd:
Bergur Jónsson, formaður
Ármann Ingason
Gísli Júlíusson
Guðrún Rögnvaldardóttir
ívar Þorsteinsson
Jón Þóroddur Jónsson
Sigurður Briem
Sæmundur Oskarsson
Þorvarður Jónsson
Með nefndinni starfaði eins og undanfarin ár Hreinn Jónasson, rafmagnstæknifræðingur.
Ráðunautur nefndarinnar undanfarin ár unt íslenskt mál, Gunnlaugur Ingólfsson, cand
mag., lét af nefndarstörfum vegna mikilla anna við Orðabók Háskólans og ýmis viðfangsefni
önnur. Enginn veit, hvað átt hefur, fyrr en misst hefur. Orðanefnd saknar Gunnlaugs í nefnd-
arstörfunum og finnur fyrir vöntun á sérfræðingi um íslenskt mál. Um leið og nefndin þakkar
Gunnlaugi aðstoð og félagsskap á undanförnum árum, lætur nefndin í ljós þá eindregnu von
og ósk, að fsl. málnefnd sjái sér fært að útvega orðanefndinni aðstoð íslenskufræðings til
nýyrðastarfa sem fyrst.