Árbók VFÍ - 01.01.1995, Side 75
Skýrslur undirdeilda
73
Nýr liðsmaður hóf störf með orðanefnd í febrúarbyrjun á þessu ári. Það er Valgerður
Skúladóttir rafmagnsverkfræðingur. Valgerður hefur áhuga á ljóstæknimálum, enda hefur
hún starfað á því sviði. Það kemur orðanefnd vel nú, þegar fjallað er um íðyrði úr alþjóða-
orðasafni um ljóstækni.
Starfandi nefndarmenn með utanfélagsmönnum voru 10 í byrjun starfsárs, þegar tekið er
tillit til þess, að Guðrún Rögnvaldardóttir er í leyfi frá störfum nefndarinnar, og þeir voru á
sama hátt 10 í lok starfsársins, þegar Gunnlaugur var hættur en Valgerður tekin við.
Störf orðanefndar á starfsárinu voru einkum við fjögur verkefni. í réttri tímaröð voru þau
eftirtalin:
Lokið var við enn einn yfirlestur á 441. kafla Alþjóðaraftækniorðasafnsins, IEV, sem fjall-
ar um rofbúnað, stýribúnað og vör. Rætt hefur verið um, að hér sé um lokayfirlestur að ræða
og er þá stutt í að kaflinn sé prenthæfur.
Næsta verkefni var enduryfirlestur á 446. kafla IEV, en hann fjallar um rafliða.
Þriðja verkefnið var að tína saman ensk og íslensk orð úr heildarsafni orðanefndar, prófarkalesa
þau og raða í ensk-íslenska og íslensk-enska orðaskrá. Síðar mun verða unnið að því að velja
úr þessari orðaskrá þau orð, sem nefndin hyggst gefa út í orðabók á þessum tveimur málum
eingöngu og án allra skilgreininga, en með tilvísunum í Raftækniorðasafn orðanefndar fyrir
þá sem þurfa frekari upplýsingar. Verk þetta er fyrst og fremst unnið að áeggjan fagstjórnar
um stöðlun í raftækni á vegum Staðlaráðs íslands, en eins og kunnugt er, er Alþjóða raf-
tækniorðasafnið jafnframt staðall um raftækniorð á fjölmörgum tungumálum og skil-
greiningar þeirra.
Síðasta stórverkefnið, sem orðanefndin fjallaði um á starfsárinu er ljóstækniorðasafn úr
IEV, 845. kafli þess. Nefndin hefur aldrei áður fjallað um þennan kafla, en hafði lokið frum-
yfirferð á I. útgáfu hans, þegar hún var lýst ógild og 2. útgáfa leysti hana af hólmi. Þá skal
þess getið, að í fyrra bindi Raftækni- og ljósorðasafns, sem kom út árið 1965, var ljós-
tæknikafli, sem kom úr safni Alþjóða ljóstækninefndarinnar og Orðanefnd Ljóstækni-félags
íslands þýddi á sínum tíma.
í byrjun almanaksársins fjallaði nefndin mjög ítarlega um nokkur íðorð um gagnaflutning
skv. OSI-líkani (Open System Interconnection) að beiðni Pósts og síma. Þessi orð vantaði af
skyndingu vegna tækniframfara í símamálum hjá stofnuninni og voru notuð af henni þegar í
stað til að kynna hina nýju tækni.
Þegar stjórnvöld ákváðu að leggja Bókaútgáfu Menningarsjóðs niður um áramót
1991/1992, var talið, að bókaútgefendur á samkeppnismarkaði tækju að sér útgáfu bóka, sem
eðli síns vegna hefðu annars verið gefnar út af Menningarsjóði. Orðanefnd hefur kynnst
veruleikanum í þeim efnum með því að ganga milli helstu bókaútgefenda á landinu og semja
um framhald útgáfu á Raftækniorðasafni. Þar sem því var ekki lýst yfir, að enginn áhugi væri
á að gefa orðasafnið út, voru sett þau skilyrði, að nefndarmenn telja þau óaðgengileg að svo
stöddu.
Umsókn um styrk til útgáfu orðasafnsins var send nýjum Menningarsjóði sl. haust. Henni
var synjað, svo að enn stendur orðanefnd í sömu sporum sem fyrr. Endurnýjuð umsókn var
svo send sjóðnum fyrir fáum dögum, og er svars beðið.
Vert er að rifja upp, að orðanefnd RVFÍ gaf út fjögur bindi Raftækniorðasafns á 4 árum á
vegum Bókaútgáfu Menningarsjóðs, árin 1988-1991, eitt á ári. Ráðgert var að gefa út 5. og 6.