Árbók VFÍ - 01.01.1995, Síða 76
74
ÁrbókVFÍ 1993/94
bindi, hvort á sínu árinu 1992 og 1993. Jafnvel eygðu menn þann möguleika að gefa út 7.
bindi 1994. Á þessar fyrirætlanir eru nú komnar tafir, sem þó vonandi leysast, ef styrkur fæst
og útgefandi er reiðubúinn til samstarfs.
Unnið var að því að færa inn í Hyundai kjöltutölvu orðanefndar þau orð, sem enn voru í
handritum eingöngu. Ragnar Munasinghe hefur aðstoðað nefndina í þeim efnum.
Vinnsluminni tölvunnar var aukið í 6MB á árinu og stýrikerfið eflt. Það er nú DOS 6.
Gagnagrunnurinn er Dataease. Tölva með 16 MHz tiftíðni þolir ekki öflugra forrit, auk þess
sem ósannað er, hvort það kæmi að nokkuð meira gagni.
Fyrri ákvarðanir um innihald næstu útgáfubóka Orðanefndar voru endurskoðaðar.
Samkvæmt því fjallar 7. bindi Raftækniorðasafns um Ijóstækni og 8. bindi um snúðvélar.
Sigurður Briem frumþýddi stóran hluta af 845. kafla alþjóðaraftækniorðasafnsins, sem
fjallar um íðorð ljóstækni. Mörg orðanna í þessum nýja kafla alþjóðasafnsins hafa að vonum
verið þýdd áður og birtust í fyrra bindi Raftækni- og ljósorðasafns árið 1965. Mörg viðbótar-
orð voru til í safni orðanefndar, þegar 845. kaflinn kom út 1987, en engu að síður hafa orðið
miklar breytingar á, bæði á íðorðum á öðrum tungumálum og mörgum skilgreiningum.
Utgáfa hluta af orðasafni orðanefndar byggingarverkfræðinga um jarðfræði, sem prentuð
var í Vegamálum, blaði Vegagerðarinnar, sl. sumar olli allmiklum umræðum innan ORVFÍ,
sem telur, að þýðingarstarf hinna ýmsu íðorðanefnda þurfi að vinna í nánu samstarfi milli
nefndanna, svo að ekki sé kastað fyrir róða gömlum, nothæfum og jafnvel almennt notuðum
orðum í nýjum orðasöfnum. Rætt var við formann orðanefndar byggingarverkfræðinga, en
ljóst er, að ísl. málnefnd þyrfti að hafa nokkurt eftirlit með samræmingu starfs orðanefnda.
I samræmi við þessa stefnu hafði ORVFI fullt samráð við orðanefnd læknafélaganna,
þegar fjallað var um orð, sem varða fyrirbæri sjónar og eru í 845. kafla IEV um ljóstækni.
Orðanefnd skrifaði íslenskri málnefnd og óskaði eftir úrskurði hennar um hvernig skrifa
ætti íðorð, sem dregin eru af mannanöfnum, mannanöfn eru hluti af eða þar sem mannanöfn-
in standa ein sér fyrir fyrirbærið eða sem eining. Svar Málnefndar hefur borist.
Grigol Matsjavariani, Georgíumanninum og íslandsvininum, sem hér dvaldist nokkra
mánuði veturinn 1992/1993 voru afhent þau fjögur bindi Raftækniorðasafns, sem út hafa
komið, vegna áhuga hans á íslensku máli. Félagar í Orðanefnd áttu skemmtilegar stundir með
Grigol.
Skýrsla orðanefndar byggingarverkfræðinga barst nefndinni á starfsárinu. Bókin Handbók
um lýsingartækni í þýðingu Aðalsteins Guðjohnsens barst nefndinni að gjöf frá Rafmagns-
veitu Reykjavíkur.
Skýrsla um starf orðanefndar birtist í 5. bindi Árbókar VFÍ um starfsárið 1992/1993.
Eins og undanfarin ár naut orðanefnd gestrisni og velvildar Orkustofnunar á fundum
sínum. Fyrir það er nefndin þakklát.
Að lokum þakkar orðanefnd frú Svövu Guðmundsdóttur fyrirhöfn hennar og hjálpsemi við
að undirbúa fundina með þvf að kanna fundarsókn og hafa umsjón með veitingum eins og
undanfarin ár.
Bergur Jónsson, fonnaður ORVFÍ.