Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 81
Félög tengd VFÍ
79
Ólafur Erlingsson er fulltrúi FRV í alverksnefnd, sem skipuð er fulltrúum frá Arkitekta-
félagi Islands og Verktakasambandi íslands ásamt fulltrúa FRV.
Þorbergur Karlsson er formaður nefndar um samkeppnismál, en ásamt honum eru þeir
Sigurður Arnalds og Gunnar Sch. Thorsteinsson í nefndinni.
Árni Björn Jónasson er formaður nefndar sem fjallaði um starfsábyrgðartryggingar. Aðrir í
nefndinni eru Stanley Pálsson og Karl Ómar Jónsson.
Sigþór Jóhannesson, Sæbjörn Kristjánsson og Björn Stefánsson voru í samninganefnd
félagsins og var Sigþór formaður nefndarinnar.
Svavar Jónatansson tók við af Runólfi Maack sem fulltrúi FRV í nefnd á vegum VFÍ um
útflutning á tækniþekkingu.
Pálmi Ragnar Pálmason er fulltrúi félagsins í nefnd um stórar stíflur og er Finnur Jónsson
varamaður hans.
Gunnar Ingi Gunnarsson var formaður nefndar sem fjallar um gæðastjórnunarmál á verk-
fræðistofum. Auk hans sitja í nefndinni þeir Þorkell Erlingsson og Ágúst Þ. Jónsson.
Guðrún Zoéga er framkvæmdastjóri félagsins í hálfu starfi.
1.3 Viðfangsefni stjórnar
Stjórnin hélt 20 bókaða fundi á árinu og er helstu viðfangsefna getið hér eftir.
Samningar. Samið var við SV, ST og FT og voru samningarnir samþykktir á fundi full-
trúaráðs FRV 15. júlí 1993.
Skattamál. Af hálfu skattayfirvalda var tekið upp hert eftirlit með fyrirtækjum. Allmargar
verkfræðistofur hafa orðið fyrir ónæði og óþægindum af þeim sökum og hefur það kostað
þær bæði fé og fyrirhöfn. Ymsir kostnaðarliðir, sem hingað til hafa verið viðurkenndir sem
eðlilegur rekstrarkostnaður voru ekki viðurkenndir sem slíkir. Þar var m.a. um að ræða
félagsgjöld til FRV. Þessi nefnd mun bráðlega skila tillögum að reglugerð, þar sem tekið
verður á þessum málum og verður þar væntanlega tekið tillit til sjónarmiða FRV.
Samkeppnismál. Innan félagsins starfaði nefnd, sem fjallaði um samkeppnismál, eins og
áður sagði, og var á árinu mótuð stefna félagsins varðandi samkeppnismál og útboð á hönn-
un. Nefndin taldi ekki rétt að setja einhliða reglur af hálfu félagsins um útboð á hönnun, eða
fyrir félagsmenn sjálfa um þátttöku í útboðum. í framhaldi af útboði á hönnun Rimaskóla
voru haldnir fundir með fulltrúum Reykjavíkurborgar og tóku arkitektar þátt í þeim
viðræðum. Einnig var rætt við forstöðumann Framkvæmdasýslu ríkisins. Fjármálaráðuneytið
stóð síðan fyrir málþingi um samkeppnisútboð og val ráðgjafa og var það haldið 24. mars sl.
Attu ráðgjafarverkfræðingar og arkitektar fulltrúa í undirbúningsnefnd fyrir þingið. í lok
þingsins var ályktað að þessir aðilar kæmu saman og mótuðu samskiptareglur um þessi mál,
en af því hefur ekki orðið ennþá.
Abyrgðartryggingar. Nefnd sem fjallar um ábyrgðartryggingar er starfandi innan
félagsins. Á síðasta aðalfundi flutti Lars Holten-Petersen, frá Danmörku erindi um
ábyrgðartryggingar ráðgjafarverkfræðinga í Danmörku. í framhaldi af því bauð danska ráð-
gjafarverkfræðingafélagið FRV að gerast aðilar að hóptryggingu þeirra, sem virtist vera all-
hagstæð. Við nánari skoðun sýndust tilboð íslensku tryggingarfélaganna vera hagstæðari en
álitið var í fyrstu og ekki mikill munur á iðgjöldum til þeirra og til hins danska tryggingar-