Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 82
80
ÁrbókVFÍ 1993/94
félags. Frumvarp til nýrra skipulags- og byggingarlaga hefur ekki verið afgreitt frá Alþingi,
en þar er gert ráð fyrir skyldutryggingu hönnuða. Af þessum ástæðum var ákveðið að fresta
frekari viðræðum við Danina.
Gæðamál. Nefnd félagsins um gæðamál gekkst fyrir því að hingað kæmi fyrirlesari frá
Danmörku og hélt hann fyrirlestur um þau mál 22. okt. 1993.
Samstarf við AI. A árinu var ágætt samstarf við Arkitektafélag íslands um ýmis hags-
munamál. Skipuð var samstarfsnefnd AÍ, VFÍ, TÍ og FRV, sem átti að leita leiða til að bæta
ímynd hönnuða. FRV var falið að tilnefna fulltrúa VFÍ og TÍ og sitja þeir Karl Ómar Jónsson
og Gunnar Ingi Gunnarsson í nefndinni.
Afkomukönnun. Því miður eru svör við afkomukönnun ekki nógu góð og virðast þau
verða dræmari ár frá ári, en aðeins níu fyrirtæki svöruðu könnuninni í fyrra. Það er umhugs-
unarefni, og vekur spurningar um það hvort félagsmenn hafi nokkurn áhuga á að fylgjast með
afkomu greinarinnar. I byrjun mars voru send út könnunareyðublöð og hafa sjö svör borist.
Vonandi eiga fleiri svör eftir að berast. Helstu niðurstöður úr afkomukönnunum 1989 - 1992
koma fram í eftirfarandi töflu og miðað við verðlag 1993.
1989 1990 1991 1992
Velta alls (m.kr.) 1770 1640 1648 1498
Velta/starfsmann (þús.kr.) 4369 4042 4070 3699
Laun og launat. gj./starfsm. 2997 2836 2912 2772
Annar kostn./starfsm. 1262 958 969 964
Hagnaður/starfsm. 106 349 175 102
Hagnaður(%) 2,4 8,4 4,1 2,8
Launakönnun. FRV tók þátt í launákönnun SV, sem gerð var í fyrra. í ár var ákveðið að
taka ekki þátt í þeirri könnun en reyna þess í stað að fá upplýsingar um laun á FRV-stofum.
Þátttaka virðist ætla að verða betri en í könnun um afkomu fyrirtækjanna, en vonandi á
svörum eftir að fjölga. Eftir að hætt var að gefa út launatöflur er enn brýnna en fyrr að félag-
ið hafi haldgóðar upplýsingar um launamál.
Fréttabréf. Frá síðasta aðalfundi hafa komið út þrjú fréttabréf.
Skilmálar og samkcppnisstofnun. Samkeppnisstofnun hefur gert athugasemd við
Skilmála um verkfrœðiráðgjöf en að áliti Samkeppnisstofnunar er þar um að ræða gjaldskrá,
en samkvæmt samkeppnislögum eru samráð um verð óheimil. Formaður og framkvæmda-
stjóri fóru á fund hjá Samkeppnisstofnun og skýrðu skilmálana og tilgang þeirra og gerðu
grein fyrir sjónarmiðum félagsins. Ekki hefur verið kveðinn upp úrskurður í þessu máli
ennþá.
Endurskoðun markmiðs og skipulags VFÍ. FRV hefur tekið þátt í starfi um skipulag
VFl. Innan stjórnar ríkir almenn ánægja með núverandi tengsl félaganna og er ekki álitin þörf
á að breyta þeim. Af hálfu félagsins verður þó fylgst með því máli.
Löggilding til að gera uppdrætti. Formaður fór á fund Skipulagsstjóra ríkisins og afhenti
bréf þar sem vakin var athygli á því að skv. byggingarlögum þyrfti löggildingu til að gera
uppdrætti, þ.á.m. á séruppdráttum. Einnig voru félagsmenn hvattir til að sækja um löggildingu,
hver á sínu sviði. Enn fremur vakti formaður athygli á því að í fyrirliggjandi frumvarpi til skipulags-