Árbók VFÍ - 01.01.1995, Side 88
86
ÁrbókVFÍ 1993/94
starfsmann. Ákveðið var að ráða Jónas G. Jónasson vélaverkfræðing framkvæmdastjóra
félagsins og var gengið frá ráðningu hans í maí 1994. Samstarf hefur verið haft við VFÍ og
mun Jónas nýtast þeim að hluta .
2.15 Ný stjórn SV, 1994/1995
Á síðasta aðalfundi hinn 6. apríl 1994 voru eftirfarandi kosin í stjórn SV fyrir starfsárið
1994/95. Þorvaldur Jacobsen formaður, Guðrún Rögnvaldardóttir varaformaður, Þórhallur
Hjartarson fráfarandi formaður, Guðrún Ólafsdóttir ritari, Finnur Torfi Magnússon gjaldkeri,
Snæbjörn Jónsson útgáfustjóri, Guðbrandur Guðmundsson meðstjórnandi og tölfræðingur,
Þorsteinn Sigurjónsson og Árni Geir Sigurðsson meðstjórnendur.
2.16 Lokaorð
Að lokum vil ég þakka öllum þeim sem starfað hafa að málefnum stéttarfélagsins og þá
sérstaklega stjórnarmönnum og samninganefndum fyrir frjótt starf á liðnu starfsári.
Þórhallur Hjartarson, formaður Stéttaifélags verkfrœðinga
3 Lífeyrissjóður Verkfræðingafélags íslands
Ársskýrsla stjórnar LVFÍ stjórnartímabilið 24. maí 1993 til 30. maí 1994.
Stjórn sjóðsins skipuðu þetta starfsár Jónas Bjarnason formaður, Þórólfur Árnason
varaformaður, Eysteinn Haraldsson, Hafsteinn Pálsson og Hilmar Sigurðsson meðstjórn-
endur.
Frá síðasta aðalfundi hafa verið haldnir 18 stjórnarfundir og afgreidd 226 mál.
Nú eiga 1421 sjóðfélagi réttindi í sjóðnum, en af þeim eru tæplega 1200 greiðandi.
Sjóðfélögum hefur fjölgað um 78 á árinu.
3.1 Afkoma sjóðsins árið 1993
Reikningar sjóðsins, eins og þeir birtast á aðalfundi, eru endurskoðaðir og settir upp
samkvæmt reglum, sem bankaeftirlit Seðlabanka Islands setti og byggjast á lögum, sem sett
voru árið 1991 um ársreikninga og endurskoðun lífeyrissjóða.
Hrein eign til greiðslu lífeyris hækkaði á árinu um 474,5 milljónir króna og var í árslok
3.187 milljónir króna, og neinur hækkunin 11,7% á milli ára.
Allnokkur breyting varð á samsetningu skuldabréfaeignar sjóðsins með kaupum skuldabréfa
bæjar- og sveitarfélaga, banka og sparisjóða og á gengistryggðum skuldabréfum ríkissjóðs í
erlendri mynt.
Heildariðgjöld til sjóðsins
hækkuðu um 5,3% eða um
14 milljónir króna á milli
ára og má rekja það til
fjölgunar sjóðfélaga á árinu.
Lífeyrisgreiðslur hækk-
uðu unt 24,6 % á milli ára.
Lífeyrisþegum fjölgaði um
sex á árinu. Fimm fóru á elli-
lífeyri, einn á örorkulífeyri
og þrjú börn fóru af lífeyri.
Frá síðustu áramótum
hefur lífeyrisþegum fjölgað
um tvo, þannig að nú er
35,0% (41,9%) í verðtryggðum lánum fjárfestingalánasjóöa
45,5% (49,3%) í verðtryggðum lánum til sjóðfélaga
2,3% ( 0,0%) í gengis og verðtryggðum lánum ríkissjóðs
8,8% ( 0,0%) í verötryggðum lánum bæjar- og sveitarfélaga
1,7% ( 0,0%) í verðtryggðum lánum banka og sparisjóða
0,3% ( 0,8%) í öðrum verðtryggðum lánum
1,3% ( 1,5%) í Verkfræðingahúsi
4,0% ( 5,3%) í skammtlmakröfum
0,5% ( 0,5%) í hlutabréfum
0,3% ( 0,2%) í öðrum eignum
0,3% ( 0,3%) i lausafé
Tafla 1 Varðveisla eigna sjóðsins í árslok 1993 (gildi frcí 1992 innan
sviga).