Árbók VFÍ - 01.01.1995, Side 92
90
ÁrbókVFÍ 1993/94
3.5 Viðhorfskönnun
Síðastliðinn vetur stóð stjórnin fyrir könnun á viðhorfi sjóðfélaga og voru sjóðfélögum kynntar
niðurstöður hennar í fréttabréfi í apríl síðastliðnum. Framkvæmtlinni var þannig háttað, að
spurningablöð voru send út til 1150 sjóðfélaga. 381 sjóðfélagi (33%) sendi inn svar. Stjórnin
er ánægð með þá þátttöku.
Niðurstöður könnunarinnar hafa verið sendar sjóðfélögum í fréttabréfi, en þær verða raktar
hér lauslega.
Lífeyrismál. Um það bil þrír sjóðfélagar af hverjum fjórum telja sig vel upplýsta um sjóð-
inn og réttindi sín. 85% sjóðfélaga hafa trú á að sjóðurinn muni standa við sínar skuldbind-
ingar. Tæp 80% sjóðfélaga greiða til sjóðsins af heildarlaunum eins og skylt er skv. reglugerð
sjóðsins. Algengara er að yngri sjóðfélagar greiði af öllum launum en þeir sem eldri eru. 60%
sjóðfélaga er sammála reglum LVFÍ um lágmarksiðgjald.
Tæpur fjórðungur sjóðfélaga telur lífeyrissjóði verðbréfafyrirtækja betri kost en LVFÍ en
57% sjóðfélaga telur svo ekki vera.
Lánamál. Mikill meirihluti sjóðfélaga eða 87% vill halda áfram að lána frumlán til
sjóðfélaga. 60% sjóðfélaga vilja hafa fjárhæð lánsins 2,5 milljónir króna sem er óbreytt frá
því sem nú er og 14% vilja hafa fjárhæðina enn hærri. 53% sjóðfélaga vilja hafa vextina
3,5% og 7% vilja hafa vexti enn lægri. 58% sjóðfélaga vilja hafa lánstímann 35 ár og 2%
sjóðfélaga vilja hafa lánstímann enn lengri.
52% sjóðfélaga vilja að veitt verði viðbótarlán en 45% eru því mótfallnir. Fjórðungur
þeirra sem svara vill að fjárhæð viðbótarlána sé í hlutfalli við iðgjaldagreiðslu viðkomandi
sjóðfélaga. 32% sjóðfélaga vildu hafa markaðsvexti á viðbótarlánum og þriðjungur vill hafa
lánstímann allt að 15 árum.
62% sjóðfélaga vill hafa 3,5% vexti á þegar útgefnum skuldabréfum sjóðfélaga, en það eru
sömu vextir og teknir eru nú og 5% sjóðfélaga vilja hafa vextina enn lægri.
Rekstur og þjónusta. Meirihluta sjóðfélaga eða 57% finnst skrifstofan veita góða þjónustu,
30% finnst þjónustan sæmileg og 6% finnst hún léleg.
59% sjóðfélaga eru sammála samrekstri LVFI við aðra sjóði, 29% eru slíku mótfallnir.
39% sjóðfélaga vilja að LVFI eigi áfram hlut sinn í Verkfræðingahúsi, 34% vilja selja
hann og að auki vilja 15% selja hlutinn VFÍ.
Almennar athugasemdir. Auk þess sem hér hefur verið rakið gafst sjóðfélögum kostur á
að koma með ábendingar frá eigin brjósti um rekstur sjóðsins.
Niðurstöður. Stjórnin telur, að niðurstöður viðhorfskönnunarinnar sýni stuðning við þá
stefnu, sem hún hefur fylgt undanfarið.
3.6 Ályktanir aðalfundar 1993
Aðalfundur sjóðsins í fyrra ályktaði, að lánastarfsemi til sjóðfélaga í núverandi mynd sam-
ræmdist ekki aðalmarkmiði sjóðsins. Fundurinn fól stjórninni að kanna á hvern hátt megi
hætta lánastarfsemi til sjóðfélaga og bæta arðsemi sjóðsins og lífeyrisrétt sjóðsfélaga, eins og
sagði í ályktuninni.
Stjórnin stóð síðastliðinn vetur fyrir könnun á viðhorfi sjóðfélaga til ýmissa mála. Fram
kom meðal annars, að 87% sjóðfélaga telja, að LVFI eigi að halda áfram að veita frumlán til
sjóðfélaga, 74% sjóðfélaga vilja að lánsfjárhæðin sé 2,5 Mkr eða hærri og 60% sjóðfélaga
vilja, að vextirnir séu 3,5% eða lægri. Stjómin telur því ekki rétt nú að gera tillögur um breytta
Iánastarfsemi til sjóðfélaga.