Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 94
92
ArbókVFI 1993/94
frumvarpsins. Því er hins vegar haldið fram, að nokkrar líkur sé á að frumvarpið verði afgreitt
á næsta þingi.
Eftir því sem heyrst hefur, yrði í lögum þessum kveðið á um skyldu manna til að greiða
10% af öllum launum í sameignarsjóð. Ovíst er hvað verður um skyldu manna til að greiða í
tiltekinn sjóð. Talað er um að settar verði reglur um að lágmarksfjöldi sjóðfélaga í einum
lífeyrissjóði verði 5000.
Ekki má gleyma því, að næsta þing er síðasta þing fyrir kosningar og stutt í þokkabót,
heldur minnkar það líkumar á afgreiðslu erfiðra mála.
3.8 Viðræður við Lífeyrissjóð TFÍ
I vetur fóru fram viðræður við Lífeyrissjóð TFI um hugsanlegan samrekstur sjóðanna. Talið
var, að sérstök ástæða væri til að kanna þennan kost vegna samstarfs VFÍ og TFÍ um rekstur
skrifstofu hér í Verkfræðingahúsinu. Samkvæmt úttekt, sem gerð var, hefði við samrekstur
orðið um að ræða 15-25% sparnað í rekstri hvors sjóðs fyrir sig.
LTFI hefur ákveðið að semja við verðbréfafyrirtæki um rekstur sjóðsins og verður því
ekki af samrekstri þessara sjóða, ekki að sinni að minnsta kosti.
Það má koma fram hér, að þessir sjóðir eru ólíkir að eðli. LVFÍ er sameignarsjóður sem
tryggir sjóðfélögum, mökum og börnum þeirra rétt til lífeyris í tilteknum tilfellum þar sem
mest þörf er fyrir lífeyri. Ahættu er þannig dreift á sjóðfélagana líkt og gert er með því að
kaupa tryggingu af tryggingafélagi. LTFI er hins vegar séreignarsjóður þar sem hver
sjóðfélagi safnar sinni séreign líkt og innistæðu á bankareikning.
Nú standa yfir viðræður við aðra lífeyrissjóði um hugsanlegan samrekstur.
3.9 Lokaorð
Svo virðist, að breytingar séu framundan í lífeyrismálum hér á landi. Margir telja, að bráð-
lega verði samþykkt lög um starfsemi lífeyrissjóða.
Hugsanlega verður sett regla um lágmarksstærð lífeyrissjóða. Fari svo er ekki víst að
nægjanlegt verði að reka skrifstofu með öðrum lífeyrissjóði, því auk rekstrarkostnaðar skiptir
áhættudreifing máli.
Ovíst er hvort framundan er frelsi til að velja sér lífeyrissjóð, spyrja má hvort frelsið yrði
þá ekki gagnkvæmt þannig að sjóðir mættu þá velja sér sjóðfélaga.
Nokkir lífeyrissjóðir hafa þegar verið sameinaðir og fleiri lífeyrissjóðir verða sameinaðir á
næstunni.
Líklega verður mönnum gert skylt að greiða 10% af öllum launum til sameignarsjóðs og
einungis heimilt að greiða til séreignarsjóðs umfram það.
Hyggilegt er af okkur að rýmka inngönguskilyrði í sjóðinn og gera sjóðinn þannig stærri
og öflugri. Jafnframt þurfum við að gera upp við okkur með hverjum við viljum helst starfa.
Spurning er hvort ekki ætti að huga að einum lífeyrissjóði fyrir alla háskólamenn. í öllu falli
er betra fyrir okkur að reyna að átta okkur tímanlega á þróuninni og hafa þannig meiri
möguleika á að ráða ferðinni sjálf.
Árið 1994 voru liðin 40 ár frá stofnun LVFÍ. Rætt hefur verið um að standa af þessu tilefni
fyrir ráðstefnu, þar sem rætt verði um framtíðarstefnumörkun sjóðsins.