Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 97
Lög og reglur 95
Réttindi félaga
12. gr.
Félagar hafa rétt til að kenna sig við félagið og nota skammstöfunina FVFI með nafni sínu.
Almennir félagar, kjörfélagar og heiðursfélagar hafa rétt til að vera félagar í einni eða
fleiri deildum, með þeim takmörkunum, sem lög þeirra segja til um.
Ungfélögum er heimil fundarseta á almennum fundum og á fundum í deildum. Þeir hafa
ekki önnur réttindi í félaginu.
Atkvæðisrétt hafa félagar, sem tilgreindir eru í 4. gr., 6. gr. og 7. gr.
Eingöngu félagar í VFÍ hafa rétt til setu í aðalstjórn.
Skipulag
13. gr.
Æðsta vald í málefnum félagsins hefur aðalfundur.
Starfsemi félagsins er stjórnað af aðalstjórn og framkvæmdastjórn undir forystu formanns,
en framkvæmdastjóri og starfslið skrifstofu félagsins annast dagleg störf að málefnum þess.
Innan vébanda félagsins starfa deildir og hagsntunafélög skv. 17. gr.
Fastanefndir starfa innan félagsins að sérstökum málefnum. Félagið getur gerst aðili að
öðrum samtökum.
Aðalstjórn
14. gr.
I aðalstjórn sitja formaður, fráfarandi formaður, varaformaður, tveir meðstjórnendur og
fulltrúar sérgreina og hagsmunafélaga, sem samþykki hafa hlotið sbr. 17. gr.
Formaður kallar saman aðalstjórn til funda og getur boðað varamenn á stjórnarfundi, þegar
þess er talin þörf.
Aðalstjórn markar stefnu félagsins og skal að jafnaði koma saman á tveggja mánaða fresti
átímabilinu 15. sept. til 15. maí.
Aðalstjórn skiptir með sér verkum, sbr. þó 15. gr.
Fundur aðalstjórnar er lögmætur, ef hann situr helmingur stjórnarmanna auk formanns eða
varaformanns. All atkvæða ræður úrslitum við atkvæðagreiðslur, nema annað sé tekið fram í
lögum félagsins, og ræður atkvæði formanns, er atkvæði verða jöfn.
Kosning
15. gr.
Arlega skal kjósa varaformann skriflega til eins árs. Hann tekur við formennsku næsta ár á
eftir nema hann færist undan vegna gildra forfalla og skal þá kjósa sérstaklega um formann.
Fráfarandi varaformaður er formaður í eitt ár, en situr auk þess í framkvæmdastjórn sem frá-
farandi formaður eitt ár í viðbót.
Tvo meðstjórnendur og tvo varameðstjórnendur skal kjósa til tveggja ára í senn þannig, að
árlega er einn meðstjórnandi og einn varameðstjórnandi kosinn.
Framkvæmdastjórn tilkynnir félagsmönnum eigi síðar en 1. febrúar, hverjir stjórnarmenn
ganga úr stjórninni á næsta aðalfundi, og auglýsir eftir tillögum félagsmanna um stjórnar-
menn. Þær tillögur skulu vera skriflegar og hafa borist stjórninni fyrir 15. febrúar. Að þeim
fresti útrunnum, skal kynna varaformannsefnum uppástungur, sem borist hafa um varafor-
mann.