Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 98
96
ArbókVFI 1993/94
Eigi síðar en með aðalfundarboði sendir stjórnin félagsmönnum kjörseðla með nöfnum
allra þeirra, sem stungið hefur verið upp á. Stungið skal upp á a.m.k. tveimur meðstjórnenda-
efnum, og verður sá meðstjórnandi, er flest atkvæði hlýtur, og varameðstjórnandi sá, er næst-
flest atkvæði hlýtur.
F ramkvæmdastjórn
16. gr.
Framkvæmdastjórn skipa formaður, varaformaður og þeir tveir meðstjórnendur, sem kosn-
ir eru beinni kosningu á aðalfundi.
Framkvæmdastjórn setur sér starfsreglur, sem háðar eru samþykki aðalstjórnar.
Framkvæmdastjórn ræður framkvæmdastjóra, sem ræður annað starfsfólk .
Framkvæmdastjórn skal leggja fram á aðalfundi skýrslu um starfsemi félagsins fyrir liðið
starfsár, endurskoðaða reikninga, ennfremur starfsáætlun næsta starfsárs og fjárhagsáætlun.
Framkvæmdastjórn getur veitt prókúruumboð fyrir félagið.
Aðalstjórn og framkvæmdastjórn skulu halda gerðarbækur um fundi sína og ákvarðanir.
Deildir og hagsmunafélög
17. gr.
Innan vébanda VFÍ geta starfað sérgreinadeildir, landshlutadeildir, klúbbdeildir og
hagsmunafélög.
Sérgreinadeildir fjalla um málefni hinna ýmsu verkfræðigreina.
Landshlutadeildir eru samtök félagsmanna, búsettra í hinum ýmsu landshlutum (héruðum).
Klúbbdeildir starfa að ýmsum áhugamálum félagsmanna.
Hagsmunafélög gæta hagsmuna félagsmanna sinna og geta í því
sambandi, að fengnu samþykki aðalstjórnar VFÍ, átt aðild að öðrum samtökum.
Lög sérgreinadeilda, landshlutadeilda og klúbbdeilda og breytingar á þeim skulu hljóta
samþykki aðalfundar VFÍ á sama hátt og lög VFÍ.
Hagsmunafélag, sem óskar að starfa innan vébanda VFl, skal senda um það umsókn til
aðalstjórnar. Aðalstjórn er skylt að leggja slíka umsókn fyrir aðalfund og geta hennar í fund-
arboði. Til samþykktar á slíkri aðild þarf einfaldan meirihluta atkvæða á aðalfundi.
Deildir og hagsmunafélög mega ekki koma fram opinberlega í nafni VFÍ nema með
samþykki framkvæmdastjórnar.
Hagsmunafélög skulu hafa sjálfstæðan fjárhag. Deildir mega hafa sjálfstæðan fjárhag.
17. gr. A
Félag áhugamanna eða sérfræðinga um verkfræði, tækni eða önnur skyld mál getur óskað
eftir að tengjast VFI, án þess að vera sérgreinadeild, landshlutadeild, klúbbdeild eða hags-
munafélag í merkingu 17. gr.
Það er ekki skilyrði fyrir tengslum eða samvinnu við VFÍ, að í félagi, sem hlut á að máli,
séu eingöngu verkfræðingar.
Gera skal hverju sinni sérstakan samning um tengsl eða samvinnu félags við VFÍ.
Samningur skal gerður á þeim grundvelli, að aðilar hans séu hvor um sig sjálfstætt félag
varðandi fjárhag og önnur atriði.
Samningur samkvæmt þessari grein er ekki bindandi fyrir VFl án samþykkis aðalfundar.
Sama á við um breytingar á slíkum samningi.