Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 99
Lög og reglur 97
Lífeyrissjóður
18. gr.
Lífeyrissjóður VFÍ, stofnaður á félagsfundi 28. september 1954, starfar skv. sérstakri
reglugerð.
Verkfræðingahús og hússjóður
19. gr.
Markmið hússjóðs Verkfræðingafélags íslands er að reisa og reka félagsheimili fyrir
meðlimi félagsins. Félagsheimili Verkfræðingafélags íslands heitir Verkfræðingahús og er
eign félagsins og þeirra meðeigenda, sem með samþykki aðalfundar félagsins eignast hluti í
húseigninni.
Verkfræðingahús skal reka sem sjálfstæða stofnun með sérstöku reikningshaldi.
Framkvæmdastjórn skipar húsnefnd, sem annast rekstur Verkfræðingahúss og er ábyrg
fyrir bókhaldi um tekjur og útgjöld sjóðsins.
Fyrir lok hvers starfsárs skal húsnefnd gefa framkvæmdastjórn skýrslu um starfsemi og
afkomu hússjóðs ásamt áætlunum um framkvæmdir og fjárþörf hússjóðs fyrir næsta starfsár.
Siðanefnd
19. gr. A
í félaginu skal starfa siðanefnd. Hlutverk hennar er að láta í ljós álit um ágreining, sem
rfsa kann vegna ætlaðs brots á siðareglum félagsins. Nefndin kemur saman, ef tilefni er til.
Siðanefnd starfar óháð stjóm VFÍ og ákveður hvernig áliti nefndarinnar er komið á framfæri.
í siðanefnd eiga sæti fimm fyrrverandi formenn félagsins, þeir er síðast gegndu því starfi.
Seinasti fyrrverandi formaður skal þó ekki sitja í nefndinni fyrr en að tveimur árum liðnum
frá því að hann lét af formennsku.
Sé nefndarmaður forfallaður eða vanhæfur til þess að taka þátt í nefndarstörfum, skal vara-
maður kosinn af framkvæmdastjóm félagsins.
Formaður siðanefndar er sá nefndarmaður, sem fyrst gegndi formennsku í félaginu.
Formaður kallar nefndina saman og stýrir fundum hennar.
Menntamálanefnd
20. gr.
Menntamálanefnd vinnur að því að efla verkfræðilega og vísindalega þekkingu félags-
manna. Hún skal gera tillögur til framkvæmdastjórnar um, hvernig best sé unnið að þessu
markmiði félagsins.
Menntamálanefnd skal standa vörð um, að menntun verkfræðinga verði ávallt eftirsótt.
Nefndin skal fara með endurmenntunarmál fyrir hönd félagsins út á við.
Menntamálanefnd skal vera stjórnum félagsins til ráðuneytis um menntamál.
Menntamálanefnd skal hafa frumkvæði að því, hvernig VFÍ getur beitt áhrifum sínum
gagnvart yfirvöldum menntamála í því skyni að ná markmiðum félagsins.
Menntamálanefnd skal semja reglur um þær menntunarkröfur, sem krafist er til inngöngu í
félagið. Þessar reglur skulu hljóta samþykki aðalstjórnar og skulu síðan gefnar út.
Menntamálanefnd skal markaður ákveðinn hluti félagsgjalda til starfsemi sinnar. Fyrir lok
hvers starfsárs skal menntamálanefnd gefa framkvæmdastjórn skýrslu um starfsemi ásamt
áætlunum um verkefni og fjárþörf nefndarinnar fyrir næsta starfsár.