Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 103
Lög og reglur 101
Skrifstofa VFÍ
34. gr.
Félagið rekur skrifstofu til þjónustu við félagsmenn.
Rekstur skrifstofunnar skal fjármagnaður með hluta af almennum félagsgjöldum annars
vegar og hins vegar með þjónustu við fastanefndir félagsins, deildir og hagsmunafélög.
Fyrir lok hvers starfsárs skal framkvæmdastjóri afhenda framkvæmdastjórn áætlanir um
verkefni og fjárþörf skrifstofunnar fyrir næsta starfsár.
Reikningar og endurskoðun
35. gr.
Reikningsár félagsins er almanaksárið.
Aðalstjórn setur á hverjum tíma reglur um bókhald. Reikningar félagsins skulu vera
endurskoðaðir af tveimur endurskoðendum, og skal annar þeirra vera löggiltur. Skulu þeir
birtir á aðalfundi.
36. gr.
Allir sjóðir félagsins, að undanskildum sjóðum deilda, sem hafa sjálfstæðan fjárhag, skulu
vera í vörslu framkvæmdasjórnar, og skal hún sjá um, að þeir séu ávaxtaðir á tryggan hátt.
Um sérstaka sjóði félagsins skulu samdar reglur, og skulu þær samþykktar á aðalfundi og
fjallað um þær eins og lög félagsins.
Gerðardómur
37. gr.
Félagið tekur að sér að skipa gerðardóm til þess að fella fullnaðarúrskurð um ágreining í
tæknilegum málum.
Reglur um skipun og störf slíks gerðardóms skulu hljóta sömu málsmeðferð og lög
félagsins.
Úrsögn
38. gr.
Úrsögn úr félaginu skal tilkynnt stjórn félagsins skriflega með fjögurra mánaða fyrirvara.
Brottvikning
39. gr.
Brjóti félagsmaður lög eða aðrar samþykktir félagsins, eða komi á annan hátt þannig fram,
að ekki samræmist markmiði félagsins eða heiðri verkfræðingastéttarinnar, getur aðalstjórn
félagsins veitt honum áminningu eða lagt til, að honum verði vikið úr félaginu, enda hafi
viðkomandi félagsmanni verið gefínn kostur á að leggja fram skriflega greinargerð máli sínu
til varnar. Til að slík tillaga teljist samþykkt, þarf hún að hljóta staðfestingu dómstóls
félagsins. Dómstóllinn er skipaður 5 fyrrverandi formönnum félagsins, þeir er síðast gegndu
því starfi. Sé einhver þeirra forfallaður, tekur sá fyrrverandi formaður sæti í dómnum, sem
gengdi starfi næst á undan þeim fimm o.s.frv. Hlutaðeigandi félagsmaður og félagsstjórn
ryðja hvor um sig einum manni úr dómnum. Meirihluti atkvæða ræður úrslitum í dómnum.