Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 104
102 ÁrbókVFÍ 1993/94
Lagabreytingar
40. gr.
Breytingar á lögum þessum má eingöngu gera á aðalfundi eða samkvæmt 30. gr. Tillögur
um lagabreytingar, sem leggja á fyrir aðalfund, skulu birtar í fundarboði.
Til lagabreytinga sem bornar eru undir aðalfund þarf 2/3 greiddra atkvæða, en meira en
l/2 greiddra atkvæða í allsherjaratkvæðagreiðslu.
Ef innan við 10% félagsmanna taka þátt í atkvæðagreiðslu á aðalfundi um grundvallar-
breytingu á VFÍ, svo sem sameiningu við önnur félög, reglur um félagsaðild eða mikilvægar
ákvarðanir um fjármál VFÍ eða sjóða þess, öðlast slík ályktun ekki gildi, nema hún verði
samþykkt með 2/3 greiddra atkvæða á næsta aðalfundi.
Eigi má selja eða veðsetja fasteign í eigu félagsins án samþykkis aðalfundar. Um slíkt
samþykki skal fara eftir ákvæðum 3. mgr.
Einnig getur aðalstjórn félagsins látið fara fram allsherjaratkvæðagreiðslu í samræmi við
30. grein ef að mati aðalstjórnar er óheppilegt að bíða í eitt ár með að fá lagabreytinguna
afgreidda, sem hefur verið samþykkt með 2/3 á einum aðalfundi.
Lagabreytingar skulu birtar félagsmönnum.
Seinustu breytingar á félagslögum voru gerðar á aðalfundi VFÍ þann 28. mars 1994
þ.e. 15. grein, /7. grein A (nýgrein), 26. grein, 32. grein, 33. grein og 40. grein.
2 Fundarsköp VFÍ
(Samþykkt 16. mars 1955)
Formaður félagsins stjórnar fundum, en í forföllum hans varaformaður eða einhver annar
úr stjórninni. Á aðalfundum skal þó kosinn sérstakur fundarstjóri.
Þegar fundur hefur verið settur, les ritari upp fundargerð síðasta fundar, en fundarstjóri
leitar staðfestingar fundarins á henni. Komi leiðréttingar fram, skal geta þeirra í fundargerð
yfirstandandi fundar. Fundarstjóri og ritari undirskrifa gerðabókina.
Fundarstjóri stjórnar umræðum og gætir þess, að fundarmenn ræði það efni, sem þá er til
meðferðar.
Fundarstjóri leyfir mönnum að tala í sömu röð og þeir kveðja sér hljóðs. Þyki honum
umræður verða óþarflega langar, má hann skammta ræðumönnum tíma.
Fundarmenn geta lagt til, að umræðum sé hætt. Tillögu um það má ekki ræða, en skal lýsa
og bera undir atkvæði fundarins, þá er sá hefur lokið máli sínu, sem er að tala, þegar fundar-
stjóra er afhent tillagan.
í tillögunni skal taka fram, hvort hætta skuli umræðum strax, eða þegar þeir hafa talað,
sem á mælendaskrá eru. Tillagan skal vera skrifleg.
Atkvæðagreiðsla fer fram þannig, að þeir, sem greiða atkvæði, rétta upp hönd, nema þegar
skrifleg atkvæðagreiðsla er fyrirskipuð í lögum félagsins eða fimm fundarmenn krefjast
hennar.
Afl atkvæða ræður úrslitum, nema öðruvísi sé ákveðið í lögum félagsins.
Tillögum í sama máli skal bera undir atkvæði í sömu röð og þær koma fram. Þó skal, ef
tillögur ganga mislangt, bera þá tillögu upp fyrst, sem lengst gengur. Breytingatillögu skal
bera upp á undan aðaltillögu. Tillögu, sem felld hefur verið, má ekki bera upp aftur á sama
fundi.