Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 106
104 ÁrbókVFÍ 1993/94
8. grein. Verkfræðingur skal ekki ræða á opinberum vettvangi um einstök verkefni sem
hann hefur til úrlausnar, án samþykkis verkkaupa. Hinsvegar er heimil málefnaleg
umfjöllun um verkefni, sem lokið er og hafa faglega eða fræðilega þýðingu, t.d. á
þingum verkfræðinga og í fræðitímaritum. I slfkri umfjöllun skal virða rétt verkkaupa og
gæta nafnleyndar þar sem við á.
9. grein. Verkfræðingur skal gæta þess að engir óviðkomandi hafi aðgang að skjölum eða
öðrum gögnum, er varðað geta viðskiptavin hans.
II. Um ábyrgð í starfi.
10. grein. Verkfræðingi ber að viðhalda faglegri þekkingu sinni og endurnýja hana. Hann
skal leitast við að fullnægja þeim staðalkröfum sem starfsgrein hans lýtur á hverjum
tíma.
11. grein. Verkfræðingur skal vanda hönnun sína og stuðla á annan hátt að greiðri og góðri
verkframkvæmd. Hann skal beita sér fyrir að nauðsynlegar kannanir, rannsóknir og próf-
anir séu gerðar til að tryggja að fullnægjandi fagþekking og reynsla sé hagnýtt við þá
ráðgjöf sem þörf er á við úrlausn verkefnis.
12. grein. Um fjárhagslega ábyrgð verkfræðings gilda réttarreglur eins og þær eru á hverjum
tíma, svo og gildandi verksamningar, sem gerðir hafa verið við viðskiptavini.
13. grein. Verkfræðingur skal hafa góða skipan á verkfræðistofu eða öðrum starfsvettvangi
sínum, og sjá um að góðum vinnureglum sé fylgt til að tryggja faglega og örugga úrlausn
verkefna.
14. grein. Verkfræðingur má auglýsa og kynna þjónustu sína svo sem samrýmist góðum
verkfræðingsháttum. Óheimilt er verkfræðingi að veita rangar, ófullnægjandi eða villandi
upplýsingar í auglýsingum eða með öðrum hætti, svo og að afla sér viðskipta með öðrum
aðferðum, sem sama marki eru brenndar.
III. Um starfssystkini.
15. grein. Verkfræðingar skulu hafa góða samvinnu sín í milli og sýna hver öðrum fulla
virðingu í ræðu, riti og framkomu. Innbyrðis keppni þeirra skal fara fram á drengilegan
hátt.
16. grein. Verkfræðingar skulu kappkosta að auka veg verkfræðinnar og Verkfræðingafélags
íslands (VFÍ) sem og stuðla að bættri verkmenningu, jafnt í verkfræðingsstörfum sínum,
sem öðrum athöfnum.
17. grein. Verkfræðingar skulu ekki ljá nafn sitt eða aðstoð þeim er vilja stunda verk-
fræðistörf, en hafa ekki til þess nauðsynlega menntun.
18. grein. Verkfræðingi er ekki heimilt að taka að sér störf sem áður höfðu verið falin öðrum
verkfræðingi, nema skil hafi verið gerð við hinn síðarnefnda eða samþykki hans komi til.
19. grein. Þegar verkfræðingur tekur að sér að rýna störf annarra verkfræðinga, skal hann
tilkynna þeim eða VFÍ um það.
20. grein. Verkfræðingar mega einungis hafa uppi gagnrýni á störf annars félaga á málefna-
legum grundvelli og skulu forðast að valda viðkomandi álitsspjöllum umfram það sem
málefnið gefur ástæðu til.