Árbók VFÍ - 01.01.1995, Page 136
134 ArbókVFI 1993/94
annálsins takmarkar efni sem hægt er að fjalla um. Óskandi er að annállinn geri sitt gagn og
lesendur finni eitthvað fróðlegt og áhugavert í honum.
2 Þróun efnahagsmála
Þróun innlendra efnahagsmála á árinu 1993 var á margan hátt hagstæðari en búist hafði verið
við. Mestu máli skiptir að jafnvægi komst á í viðskiptunr við önnur lönd, en gert hafði verið
ráð fyrir töluverðum halla. Áætlað er að landsframleiðslan hafi aukist um 0,8% árið 1993 en
þjóðartekjur minnkað um 0,9% vegna lakari viðskiptakjara en árið á undan. Þjóðarútgjöld
drógust saman um 4,2% vegna samdráttar í einkaneyslu og fjárfestingu. Verðbólga milli
áranna 1992 og 1993 mældist 4,1%. Atvinnuleysi jókst verulega eða úr 3% af mannafla árið
1992 í 4,3% árið 1993.
2.1 Afli og útflutningsframleiðsla
Afli: Heildarafli landsmanna á árinu 1993 var um 1.735 þúsund tonn samkvæmt bráða-
birgðatölum. I tonnum talið jókst aflinn um 10% frá 1992, en aukninguna má að stærstum
hluta rekja til aukningar loðnuafla um 160 þúsund tonn. Á föstu verði jókst heildarafli um
3,6% ef loðnunni er sleppt. Hér er um nokkur umskipti að ræða, því aflaverðmæti á föstu
verði hafði dregist saman árlega öll fimm árin á undan og nam samdráttur áranna 1988 til
1992 um 15%.
Á árinu 1993 veiddust 10.000 tonn af þorski í Smugunni í Barentshafi og 2 þúsund tonn af
rækju á Flæmska hattinum við Nýfundnaland. Þegar mest var voru yfir 20 íslenskir togarar
við veiðar í Smugunni.
Utflutningur: Framleiðsla sjávarafurða til útflutnings jókst um 6%. Kemur tvennt hér til.
Annars vegar stórjókst innflutningur sjávarfangs frá erlendum fiskiskipum til vinnslu hér á
landi. Hins vegar barst meira hráefni til vinnslu hérlendis vegna minni útflutnings ísfisks.
Þrátt fyrir erfíðleika á álmörkuðum var framleiðsla íslenska álfélagsins 1993 meiri en nokkru
sinni áður. Álframleiðsla jókst um 1,5% frá fyrra ári, en framleiðslan hefur vaxið jafnt og þétt
á síðustu árum í takt við aukna framleiðslugetu vegna endurbóta á tækjakosti verksmiðjunnar.
Mikil breyting hefur orðið til hins betra á högum fslenska járnblendifélagsins. Árið 1993
jókst framleiðsla félagsins um tæp 28% og hefur kísiljárnframleiðslan þá aukist um rúm 38%
frá árinu 1991 er hún var í lágmarki. Jafnframt hefur verð á kísilmálmi á heimsmarkaði
hækkað verulega. Ástæður þessara miklu umskipta má fyrst og fremst rekja til betra jafnræðis
milli framboðs og eftirspurnar á heimsmarkaði frá því sem hefur verið á undanförnum árum.
Á síðustu árum hafa ýmsar hefðbundnar útflutningsgreinar átt undir högg að sækja. Þetta á
meðal annars við um greinar sem tengjast vinnslu á landbúnaðarafurðum, svo sem ullar- og
skinnavinnslu, og lagmetisiðnað sem hefur dregist mikið saman á síðustu þreinur árum.
Samdráttur í þessum greinum hélt áfram á síðasta ári og minnkaði útflutningur þeirra um 6%
frá árinu á undan. 1 öðrum útflutningsgreinum hefur mátt greina hagstæðari þróun. Utflutn-
ingur á iðnaðarvörum til sjávarútvegs hefur vaxið hlutfallslega upp á síðkastið og nam á
síðasta ári tæpum 18% af iðnaðarvöruútflutningi án stóriðju. í heild dróst útflutningur annarra
afurða en sjávarafurða og stóriðju saman um 1,4% á árinu 1993.
Alls jókst útflutningsframleiðslan um 6,7% á síðasta ári en að teknu tilliti til birgðabreytinga
jókst vöruútflutningurinn nokkru minna, eða um 5,1%.